Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 91
H Ú N A V A K A 89
Skagaströnd, reist þar árið 1733. Enginn vafi mun leika á því á Hillebrandtshús
er elsta timburhúsið sem stendur á Blönduósi og ef uppruni þess er rakinn til
tíma einokunarverslunarinnar á Skagaströnd þá er það jafnframt að hluta til
eitt elsta uppistandandi timburhús á Íslandi.
Á vefsíðu Byggðasafnsins er saga hússins sem vörugeymslu og pakkhúss í
eigu Jóhanns Möller kaupmanns o.fl. á fyrrihluta 20. aldar rakin, allt til
endurgerðar hússins á vegum Blönduósbæjar sem lauk árið 1996. Húsið hýsir
nú Hafíssetrið og er um leið prýðilegur minnisvarði um upphaf Blönduósbæjar
þar sem það stendur á sínum stað á syðri árbakkanum. Hafíssetrið er opið fyrir
ferðamenn allt sumarið en samkvæmt pöntunum yfir veturinn.
BRIMSLÓÐ 2-6 OG 8
Brimslóð 2-6 er hús sem Höepfnersverslun lét byggja árið 1878 sem verslunar-
hús og vörugeymslu. Húsið er stundum kallað Pétursborg. Nú eru húsið íbúðar-
hús, þrískipt. Við hliðina á því er Brimslóð 8 sem Höepfnersverslun lét byggja
sem verslunarstjórahús árið 1882 en það hefur ýmist verið kallað Hemmertshús
eða Snorrahús (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 22). Brimslóð 8 skemmdist mikið í
eldsvoða árið 1999 en var endurbyggt 2003-4 af feðgunum Erlendi Magnússyni
og Finnboga Erlendssyni sem eru þar til heimilis þegar þetta er skrifað (Erlendur
Magnússon, munnleg heimild 11. janúar 2011). Þessi tvö hús við Brimslóð eru svipuð
að gerð og útliti, setja sterkan svip á fjörukambinn á syðri árbakkanum og
verðskulda að varðveitast í sem næst upprunalegri mynd.
ÞORSTEINSHÚS
Húsið Aðalgötu 11, Þorsteinshús, byggði Þorsteinn Bjarnason athafna- og
kaupmaður á Blönduósi árið 1907. Þorsteinn var umsvifamikill athafnamaður
á sínum tíma, rak verslun og sláturhús og stundaði búskap svo eitthvað sé nefnt
(Sigurður Jóhannesson, 2010). Hann kemur jafnframt við sögu vegna bryggjusmíðar
innan ár. Húsið hefur verið gert upp að utan og sett á nýjan steyptan kjallara
á upprunalegum stað og þar er rekin gistiaðstaða fyrir ferðamenn.
UTAN ÁR
Áður hefur verið sagt frá því að Kaupfélag Húnvetninga hefði árið 1899 eign-
ast verslunarhús sem reist var á lóð úr landi Ennis árið áður, 1898. Þetta hús
hefur nú verið gert upp og flutt í svokallaðan Brautarhvamm (Guðrún Jónsdóttir,
1996, bls. 22), þar sem eru tjaldstæði Blönduósbæjar og sumarhúsabyggðin
Glaðheimar. Í húsinu er móttaka ferðamanna og upplýsingaþjónusta.
BRYGGJUSMÍÐI OG HAFNARGERÐ
Þar sem framfarir í samgöngum landleiðina á milli landshluta voru hægfara á
síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar byggðust verslun og viðskipti að
miklu leyti á sjóflutningum. Því var mikilvægt að uppbyggingu verslunar á
nýjum stað eins og Blönduósi fylgdi góð aðstaða til losunar og lestunar skipa
en lending og hafnaraðstaða á Blönduósi var frekar varasöm. Bændur í
Húnavatnssýslum gerðu sér snemma grein fyrir þessu (Bragi Guðmundsson, 1992,