Húnavaka - 01.05.2011, Page 93
H Ú N A V A K A 91
BRYGGJUBRÖLT KAUPMANNA Í ÞORPINU SUNNAN ÁR
Kaupmenn sunnan árinnar héldu áfram að skipa sínum vörum upp með
léttabátum í sandfjörunni sunnan Blöndu eða úr sjálfum ósnum þegar veður
leyfði. Þeim fannst dýrt og tafsamt að nota bryggjuna norðan árinnar enda um
þriggja kílómetra leið þangað um Blöndubrúna sem var vígð 1897. Á árunum
í kringum 1908 var byrjað að gæta ágreinings um það hvar framtíðar hafnar-
aðstaða á Blönduósi ætti að vera. Þessi á greining ur kom til kasta sýslunefndar-
innar árið 1910 þegar nokkrir kaupmenn óskuðu eftir styrk til bryggju gerðar
sunnan árinnar. Einn þessara kaupmanna var Þorsteinn Bjarna son (Bragi Guð-
mundsson, 1992, bls. 187). Nefndin vísaði málinu frá en 5 árum síðar, 1915,
óskaði Blönduós hreppur eftir ríf legum fjárstyrk til fyrirhugaðrar báta bryggju
innan Blöndu. Þetta var á fyrsta starfsári hreppsins og vógu sjónarmið kaup-
mannanna þarna
þungt enda mun
Þorsteinn Bjarna-
son kaupmaður,
sem áður er
nefndur, hafa átt
sæti í hrepps-
nefndinni (Krist-
ján Sveinsson, 2009,
bls. 306). Nær
samtímis óskaði
Skúli Jónsson,
kaup félags stjóri á
Blöndu ósi eftir
fjár framlagi til
frekari upp byggingar bryggj unn ar norðan árinnar. Sýslu nefndin tók vel í bæði
erindin og harðnaði þá tog streitan um hafnarmálin með því að leikur inn barst
suður um heiðar til embættis- og þingmanna þar sem tekist var á um
tæknilegar útfærsl ur og fjármagn. Málið fór þannig að 1922 var veitt fé til
bryggjugerðar innan árinnar og voru fram kvæmdir hafn ar það ár. Mynd 4
sýnir ófrá gengna bryggju stúfinn sem gerður var útfrá sand fjörunni og reyndist
þegar til kom að mestu ónot hæfur (Bragi Guð mundsson, 1992, bls. 192). Ekki fékkst
fé til að ljúka smíð inni og virðast síð ustu tilraunir til að afla þess gerðar ár ið
1931 (Krist ján Sveinsson, 2009, bls. 306) og sýslu nefnd heimilaði ár ið 1941
bryggju nefnd Blöndu ós bryggju (norðan ár) að nýta brotin úr þessu misheppn-
aða mannvirki (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 192). Á fjöru má greina einhver
ummerki um bryggjuna en þau eru lítt áberandi. Til skemmt unar má geta þess
að eitthvað af tilhöggnu grjóti úr bryggjunni sem eftir varð í fjörunni rataði í
hleðslu um blómabeð í garði við einbýlishúsið Brekkubyggð 10 sem var byggt
1966-8 á sjávarkambinum beint yfir þeim stað sem bryggjan var (Baldur
Valgeirsson, munnleg heimild 11. janúar 2011). Þar má einnig komast á milli húsa
fram á ágætan útsýnisstað yfir ósinn og gamla bæinn.
Mynd 4. Bryggjustúfurinn innan árinnar. (Ljósmynd Evald
Hemmert. Héraðsskjalasafnið á Blönduósi).