Húnavaka - 01.05.2011, Síða 94
H Ú N A V A K A 92
VEITINGA- OG GISTIHÚS
Verslunarrekstri á 19. öld fylgdu gjarnan staupagjafir í kaupbæti auk þess sem
verslanir seldu gjarna brennivín ásamt með öðrum varningi. Þetta mun hafa
verið tilfellið á hinum nýja verslunarstað Blönduósi undir lok aldarinnar en þá
sættu þeir verslunarhættir nokkurri gagnrýni. Þorsteinn Bjarnason kaupmaður
hreyfði þessu máli við sýslunefnd Húnavatnssýslu upp úr aldamótunum 1900
og mun honum hafa orðið nokkuð ágengt í viðleitni sinni til að draga úr þessu
(Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 366).
Eiginlegur veitingarekstur hófst snemma á Blönduósi enda varð staðurinn
fljótt mikilvægur áningar- og áfangastaður í landshlutanum. Jóhann Jasonarson,
titlaður „veitinga maður“, lét reisa hús árið 1877 sem gekk undir nafninu
„Vertshúsið“, sem var notað bæði til íbúðar og greiðasölu þar til það brann árið
1918 (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 366-367) og (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 22).
Veitingamaður í Vertshúsinu árið 1908 var Kristján Halldórsson og það ár fékk
hann styrk hjá sýslunefnd Húnavatnssýslu vegna gistirekstrar (Bragi Guð-
mundsson, 1992, bls. 367).
Það var svo árið 1943 þegar Snorri Arnfinnsson flutti til Blönduóss og
byggði þar hótel, Hótel Blönduós, að reglulegt hótelhald hófst á staðnum.
Rekstur hótelsins gekk misjafnlega og þurfti sýslunefndin ítrekað að veita því
styrki og fyrirgreiðslu og það endaði með því að sýslusjóður gerðist beinn
eignaraðili að hótelinu um og eftir 1980 (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 367).
Hótel Blönduós er nú í einkaeign og enn í rekstri, að hluta til í upprunalegri
byggingu að Aðalgötu 6 þegar þetta er skrifað og gengur að því er virðist
misjafnlega sem fyrr.
Skólar
KVENNASKÓLINN
Merk ákvörðun um að hefja skólahald
fyrir konur í Húnavatnssýslu var tekin
árið 1879 og hófst starfsemin þá um
haustið að Undirfelli í Vatnsdal. Þetta
var fyrsti vísirinn að Kvennaskólanum
á Blönduósi, sem hóf starfsemi þar í
nýju skólahúsi haustið 1901 (Bragi Guð-
mundsson, 1992, bls. 84-85). Sama heimild
greinir frá því að árin þar á undan hafi
kennslan farið fram að Lækjamóti í
Víðidal og Hofi í Vatnsdal en þó lengst
af að Ytri-Ey á Skagaströnd. Þegar
húsnæðið að Ytri-Ey varð of lítið til
skólahaldsins var kvenna skóla num
valinn staður við Blönduós á allstórri
lóð á nyrðri árbakkanum og var það
Mynd 5. Kort af Blönduósi 1914.
(Sótt á vef Landmælinga Íslands 2011).