Húnavaka - 01.05.2011, Page 102
H Ú N A V A K A 100
INGIBJÖRG EYSTEINSDÓTTIR, Beinakeldu:
Þvottavélin ÞÖRF
Ég minnist löngu liðinna ára meðan ekkert rafmagn var á heimilum hér í sveit,
þá voru innanhússtörfin erfiðari og leiðinlegri en nú gerist. Sérstaklega minnist
ég þvottadaganna sem voru mikið púl í bleytu, hita og svita. Þá var snemma
morguns kveikt undir hundrað lítra þvottapottinum í þvottahúsinu, síðan voru
dregnir fram balar, tveir blikkbalar og stór trébali, sem heitu vatni var ausið í
og þvotturinn látinn þar ofan í. Vanalega var byrjað á léreftstaui, sængurfötum
og þess háttar.
Síðan var þvottabretti reist upp á endann ofan í balann, efri endi þess nam
við mitti þottakonunnar, ofarlega í brettinu var smá hilla fyrir sápu, sem
nuddað var í tauið og það síðan nuddað á brettinu, sem var rifflað gler í
tréumgjörð. Erfitt var að handvinda sængurverin upp úr balanum. Eftir þessa
meðferð var tauið drifið í pottinn og soðið, sennilega í sápuvatni enda þá hvítt
og fallegt. Því næst var tauið dregið upp úr pottinum með þvottapriki í
skolvatnsbalana. Utanyfirföt voru lögð í bleyti daginn áður í grænsápuvatn
sem losaði vel óhreinindi.
Þetta púl stóð mestallan daginn og voru sumra hendur orðnar illa farnar
eftir þá meðferð, ekki voru
gúmíhanskar þá í boði. Þegar
ég var um 10 ára var mér
treyst fyrir ullarsokkaþvotti,
leiðinda starf !!
Svo var það þó nokkrum
árum áður en rafmagnið
kom að mamma sá auglýsta
handsnúna þvottavél, sem
framleidd var sennilega í
Reykjavík. Þessi vél var keypt
og nú fór að verða gaman að
þvo, þvílík bylting.
Smá lýsing á vélinni eftir
minni, svona í stórum
dráttum. Þetta var ferkant-
aður blikkkassi, mjókkaði
aðeins niður og stóð á fjórum fótum. Auðvitað þurfti að hita vatnið og ausa í
hana og svo var einhvers konar sápa eða annað sett í vatnið. Ofan í henni var
þrístrendur þvegill og lok var á henni meðan þvegið var. Í miðju lokinu var gat,
Þvottavélin ÞÖRF. Teikning: Guðráður Jóhannsson.