Húnavaka - 01.05.2011, Page 104
H Ú N A V A K A 102
BJARNI TH. GUÐMUNDSSON frá Skagaströnd:
Kaflar úr endurminningum
Uppruni og fyrstu bernskuár
Ég er fæddur 22. mars 1903 í Hólagerði í Höfðakaupstað á Skagaströnd.
Foreldrar mínir voru María Eiríksdóttir og Guðmundur Kristjánsson sem
bæði voru fædd og uppalin á Skagaströnd. Móðir mín var fædd á Harrastöðum,
en faðir minn á Skeggjastöðum. Ég var fimmta barn þeirra hjóna en alls urðu
börnin tíu, þrír synir og sjö dætur:
Kristján, f. 12.7. 1896, bóndi á Steinnýjarstöðum á Skagaströnd.
Eiríkur Guðmundur, f. 18.8. 1897, sjómaður lengst af á Siglufirði.
Ásta Guðrún, f. 10.10. 1898, húsmóðir, lengst af í Reykjavík.
Líney, f. 24.12. 1901, húsmóðir í Vestmannaeyjum.
Bjarni Theodór, sá er þetta ritar, lengi sjúkrahúsráðsmaður á Akranesi,
síðar skrifstofumaður í Reykjavík.
Sigrún, f. 4.7. 1905, húsmóðir í Vestmannaeyjum.
Dagný, f. 24.7. 1907, húsmóðir á Skagaströnd.
Guðmundína Margrét, f. 2.8. 1909, húsmóðir í Hafnarfirði.
Fanney, f. 15.11. 1910, húsmóðir í Reykjavík.
Stúlka, f. 1913, dó við fæðingu.
Í Hólagerði var faðir minn talinn tómthúsmaður. Átti hann þó eina kú og
Bjarni er fæddur 22. mars 1903 á Skagaströnd og ólst að mestu upp í Hvammkoti.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson og María Eiríksdóttir, búendur þar.
Hann bjó á Kálfshamarsvík 1928-1933 með fyrri konu
sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þau eignuðust þrjá syni;
tveir þeirra, Bragi og Haukur, létust í æsku, en Ingibergur,
bóndi í Rauðanesi á Mýrum, lést árið 2005. Ingibjörg lést
árið 1933 og þá fluttist Bjarni suður á Akranes þar sem
hann bjó í 32 ár. Þar kynntist hann seinni konu sinni,
Þuríði Guðnadóttur ljósmóður. Þau eignuðust einn son,
Pál, menntaskólakennara. Síðari árin á Akranesi starfaði
hann sem sjúkrahúsráðsmaður. Hann sat í 8 ár í bæjarstjórn
Akraness og gegndi margvíslegum öðrum trúnaðar störf-
um. Frá 1965 átti hann heima í Reykjavík og lést þar 21.
jan. 1993.