Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2011, Side 112

Húnavaka - 01.05.2011, Side 112
H Ú N A V A K A 110 árinnar þar á milli og út í aðalána og hún rann norður með ásnum. Ásinn náði nokkuð suður fyrir á móts við bæinn og syðst á honum var hár og mjór hóll sem kallaður var Strýta. Var mér sagt að þegar sólina bæri yfir Strýtu séð frá Örlygsstaðaseli, væri kominn miðaftann. Þegar ærnar voru komnar í hólmann fór ég upp í bæinn til að leika við Ragnheiði litlu. Veðrið var gott, glaðasól og blíða. Sigurjón bóndi var úti við að lagfæra útidyrnar. Bærinn stóð á háum og löngum hól og utan til á honum voru gamlar fjárhústóftir en bak við hólinn var djúpur og stór hvammur við ána og fyrir sunnan hólinn var stór og grösug laut og eftir henni rann lækur. Fyrir neðan hólinn að vestan var breið mýri sem lá niður að ásnum og út að syðri kvísl við hólmann. Um klukkan þrjú um daginn sé ég að þrjár ær fara yfir suðurkvíslina og niður á ásinn. Hleyp ég nú af stað út Selhólinn til að reka ærnar aftur upp í hólmann og er kominn miðja vegu niður í mýrina þegar ég sé tvö naut og eina kú fyrir utan ána á milli Selhólsins og hólmans. Fara nautin strax yfir ána þegar þau sjá mig, draga hausinn bölvandi en horfa þó alltaf á mig. Ég kemst nú fyrir ærnar og rek þær aftur í hólmann. En þegar ég stefni upp í bæinn aftur eru nautin komin það langt niður í mýrina að þau eru komin beint í veg fyrir mig. Tek ég það ráð að hlaupa suður ásinn í von um að Sigurjón sjái bæði mig og nautin en Selhóllinn skyggði enn á. Þegar ég hleyp suður ásinn beygja nautin suður mýrina og varna mér enn að komast upp í bæ. Þau voru stöðugt bölvandi og héldu hausnum niðri við jörð. Þegar ég hef hlaupið langt suður ásinn eru nautin komin það langt suður mýrina að ég er viss um að Sigurjón hefur séð bæði mig og nautin koma undan selhólnum. Nú átti ég úr vöndu að ráða. Annaðhvort að hlaupa alla leið heim í Hvammkot, sem var klukkutíma gangur, eða stefna beint á nautin og láta ráðast hvað úr yrði. Ég taldi vonlaust að ætla að hlaupa undan þeim heim í Hvammkot, svo að ég tók seinni kostinn í trausti þess að Sigurjón sæi mig og nautin. Ég gerði mér ljóst að þarna var um lífið að tefla og í Selið yrði ég að komast hvað sem það kostaði, bæði voru nautin blóðmannýg og auk þess alveg ópyntuð. Ég tek nú stefnu á bæinn og hleyp eins og ég get. Þegar ég nálgast nautin beygja þau líka í átt að bænum, aðeins til hliðar við mig, og þegar ég kem að Selhólnum eru þau þar líka komin, um það bil 2-3 metra frá mér. Þau lenda þar í moldarbörðum og sá ég þau þá ekki fyrir moldarmekki, svo mikill var atgangurinn. Á meðan þau rótuðust í börðunum skaust ég upp í Selið. Sigurjón hafði séð nautin niðri í mýrinni en ekki þar sem þau voru núna, í moldarbörðunum. Hann spurði hvort ég hefði verið hræddur við nautin en áður en ég gat svarað sáum við þau skyndilega koma upp hólinn. Ég skaust inn í göngin og sem betur fer var Ragnheiður litla inni í baðstofukofanum. María gamla var hins vegar ekki heima, hafði farið í kaupstað þennan morgun og ætlaði að vera burtu tvær nætur. Sigurjón var rétt fyrir utan með hnaus á skóflu og hendir honum í nautið sem var framar og skýst um leið inn og lokar hurðinni. Nú hófst atgangurinn kringum kofann fyrir alvöru. Þarna vorum við lokuð inni og heyrðum lætin úti sem voru ógurleg. Ég held að ekki sé til viðurstyggilegri sýn en blóðmannýg naut. Nautin áttu auðvelt með að komast upp á kofann og sá maður stundum í klaufirnar á þeim niður á milli raftanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.