Húnavaka - 01.05.2011, Page 122
H Ú N A V A K A 120
Klemens segir föður sinn hafa verið mikinn bónda sem hafi stækkað túnið
meir en um helming, byggt sjö heyhlöður, auk íbúðarhúss og kirkju. Kjallara
heyhlaðanna og íbúðarhússins hlóð Guðmundur sjálfur úr grjóti en sú hleðsla
haggaðist ekki í 70 ár. Hann hlóð einnig garða ofan við túnið og utan, auk
varnargarðs við Hlíðará og Svartá. Þessir garðar voru ekki brotgjarnir.
Guðmundur lagði vatnsleiðslu í bæinn árið 1912 og entist hún í 55 ár. Margt
fleira mætti nefna en Guðmundur fékk m.a. verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns
konungs 9. árið 1900 fyrir dugnað í búskap og verðlaun úr Ræktunarsjóði
Íslands árið 1906. Móðir Klemensar var Ósk Ingiríður Erlendsdóttir.
Klemens gekk ekki í barnaskóla því slíkur skóli var ekki til í sveitinni á
bernskuárum hans. Hann segir að fyrsti kennari sinn hafi verið vinnukona í
Bólstaðarhlíð, Guðný Nikulásdóttir að nafni. Guðný kenndi honum bænir og
leit eftir honum eins og hún væri móðir hans þar til hún lést 1902 en þá var
Klemens tæplega 10 ára gamall. Við jarðarför hennar sátu þeir saman næst
kistunni Klemens og eiginmaður Guðnýjar.
Klemens segir að á uppvaxtarárum sínum hafi það tíðkast að efnilegir
bændasynir færu til nágrannalanda til að kynna sér búnaðarhætti. Hann hafi
þekkt tvo menn í Skagafirði sem fóru utan. Annar var Árni Hafstað í Vík, sem
var búfræðingur frá Hólum, hinn Jón Sigurðsson á Reynistað, gagnfræðingur
frá Möðruvöllum og búfræðingur frá Hólum. Jón hafði verið einn vetur á
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir fæddist á Æsustöðum í
Langa dal, A.-Húnavatnssýslu 2. maí 1939 og er dóttir
hjónanna Gunnars Árnasonar og Sigríðar Stefánsdóttur.
Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
1958, BA-prófi í sænsku og íslensku frá HÍ 1971, prófi frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1979 og meistaraprófi í
heilbrigðisfræðum frá HÍ 1995. Þá lauk hún doktorsprófi
í heilbrigðisfræðum frá HÍ 1997. Hólmfríður hefur unnið
talsvert við þýðingar og þýddi hún m.a. Leitina að tilgangi
lífsins eftir Viktor Frankl sem kom út hjá Háskólaútgáfunni.
Auk þess ritstýrði hún bókinni Sögur steindepilsins sem
fjallar um reynslu fólks sem hefur fengið krabbamein og
hefur birt fjölda fræðigreina. Hólmfríður er gift Haraldi
Ólafssyni, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Haraldur Ólafsson fæddist í Stykkishólmi 14. júlí 1930 og
er sonur hjónanna Ólafs A. Kristjánssonar og Sigurborgar
Oddsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1952, nam guðfræði við HÍ, heimspeki í
Strasbourgarháskóla, þjóðfræði og mannfræði við París ar-
háskóla og Stokkhólmsháskóla, hvaðan hann lauk fil. lic.
prófi í mannfræði 1966. Haraldur hefur gegnt fjölda
trúnaðarstarfa og var m.a. alþingismaður Reykvíkinga
1984-1987. Eftir hann liggur fjöldi greina um mannfræði, stjórn- og menningarmál
auk nokkurra þýðinga en einnig samdi hann leikritið Inúk sem sýnt var m.a. í
Þjóðleikhúsinu og starfaði í ritnefnd Íslenskrar þjóðmenningar.