Húnavaka - 01.05.2011, Síða 128
H Ú N A V A K A 126
griðland. Liður í boðun kvekara var afnám þrælahalds, friður meðal manna og
þjóða og umburðarlyndi.
Það skildi mest með kvekurum og kristnum kirkjudeildum á Bretlandseyjum
hve eindregið þeir höfnuðu yfirvaldi kirkjunnar, messuformi, skírn og
sakramentum. Þeir töldu jafnframt að hið Innra ljós, sem leyndist í hverri
mannveru, væri æðra biblíunni og mannasetningum guðfræðinnar. Hið Innra
ljós var rödd Guðs í hverjum og einum og þó að kvekarar virtu Jesú Krist,
boðskap hans og siðaboð mikils, þá var Guð hinn mikli veruleiki sem talaði til
hvers þess sem gaf gaum að rödd hans í þögninni. Það var „Guð í sjálfum þér“
sem gat opinberast ef hans var leitað af einlægni og heitri trú.6
Tilbeiðsluform kvekara er einfalt: hljóðar bænir, íhugun og þögn, alger
þögn. Samkomusalir þeirra eru skrautlausir. Enginn prestdómur er viður-
kenndur en þó munu nokkurs konar forstöðumenn sjá um ýmislegt er við-
kemur safnaðarstarfinu. Samkomur þeirra einkennast af því að alger þögn
ríkir þar til einhver telur sig knúinn til að segja eitthvað, flytja einhvern
boðskap sem Guð hefur innblásið honum. Hefji enginn raust sína rýfur ekkert
þögnina. Fólk stendur loks upp og hverfur burt án þess að eitt einasta orð hafi
verið sagt. 7
Á síðari tímum eru kvekarar best þekktir fyrir andstöðu gegn stríði, í hvaða
formi sem er. Margir þeirra neita að gegna herþjónustu og láta sig engu skipta
þótt það kosti þá fangelsi og refsingar. Vegna þessarar afstöðu sinnar hlutu
kvekarar friðarverðlaun Nóbels árið 1947. Þeir hafa einnig starfað innan
ýmissa líknarsamtaka, styðja Amnesty International, Oxfam og önnur slík
samtök.
Til Vonarlandsins
Það voru þessar hugmyndir og þessi saga sem heilluðu Klemens Guðmundsson
í Bólstaðarhlíð svo að hann fór til fundar við kvekara á Englandi árið 1927 og
aftur 1937.
Í ritum hans kemur fram að hann hafi fyrst heyrt kvekara getið í Askov árið
1913. Einn kennaranna þar minntist á þetta trúfélag og sagði lítillega frá
skoðunum þeirra. Klemens heillaðist af því sem hann heyrði um þennan hóp
og varð sér úti um bók á dönsku um kvekara eftir Anna Vadde. Ekki hafði
hann þá neina hugmynd um að hálfri öld áður hafði enskur kvekari, Isaac
Sharpe að nafni, ferðast um Ísland og kynnt trú sína. Sharpe kom til landsins
tvívegis, 1861 og 1863. Fylgdarmaður hans í bæði skiptin var Matthías
Jochumsson og minnist hann Sharpes mjög lofsamlega í Söguköflum af sjálfum
mér og í bréfum. 8 Sharpe rann til rifja hinn mikli manndauði á Íslandi, ekki síst
ungbarnadauði, og efndi til verðlaunaritgerðar um hvernig mætti efla hreysti
Íslendinga. Klemens skrifaði síðar bækling um Isaac Sharpe og styðst þar
vafalítið að einhverju leyti við frásagnir Matthíasar.
Klemens fór 1928 á fund hjá kvekurum í bænum Clevedone í Somerset. Þar
mun hann hafa gerst formlegur félagi í samtökum þeirra. Það sem mest áhrif