Húnavaka - 01.05.2011, Qupperneq 132
H Ú N A V A K A 130
Eins og áður segir fór Klemens víða fótgangandi um landið og kynnti
boðskap kvekara eftir fyrri Englandsferðina. Um það skrifar hann:
„Þegar eg kom heim aftur fór eg að finna nokkura eigingirni í starfi mínu.
Mig fór að langa til að sjá árangur verka minna. Og nú hvatti eg fólk til að
gerast kvekarar. En það voru fáir, er vildu fylgja kenningu minni. Sumir
snérust á móti mér. Og sums staðar var mér jafnvel bannað að koma. Þannig
er það. Fólk vill hlusta á eitthvað nýtt. Fólk vill kynnast fögrum kenningum.
En að leggja eitthvað á sig fyrir þær, það vilja menn ekki.“14
Kvekarar tala mikið um Innra ljósið sem þeir finna í sér og gefur þeim styrk
(sbr. Jóh. 1,9). Klemens skrifar: ... „Og ef einhver spyrði mig. Hvað er hið
„Innra ljós“, þá mundi ég hiklaust svara og segja: „það er Kristur í sálunni.“
Eg mundi segja það vegna þess, að eg hefi fundið Krist í minni eigin sál. Eg
þekki þetta ljós. Eg veit hvað það er að snúa sér til hins „Innra ljóss“ í sálu
sinni. Eg veit að það er eins og þegar birtir snögglega á dimmum stað.“ 15
En þetta ljós finnst ekki í kenningum eða bókum, það blaktir í sálu hvers
manns og glæðist í þögn og kyrrð. Kristur býr í hverjum manni á einhvern
dularfullan hátt.
... „En til að finna þetta. Finna sitt Innra ljós, þarf meira en trú á einhver
kenningarkerfi. Meira en trú á einhverjar trúarjátningar. Meira en trú á
einhverja helgisiði. Meira en trú á hið prentaða orð ritningarinnar. En hvað er
það? Það er ljóslindin sem þarf að opnast í hjartanu. En þeir sem hafa fundið
þetta, þeir sem hafa komið að þessari lind, þeir sem hafa fundið sitt Innra ljós,
þeir finna að alt er undir því komið. Að alt er undir okkar innra lífi komið. Að
alt er undir hjartanu komið. Þaðan kemur gott og illt. Já, við verðum það sem
við hugsum í hjörtum okkar. Það sem við hugsum í þögninni - það verðum
við.“ 16
Sakramenti í þögninni
Þögnin gegnir miklu hlutverki í trúariðkunum kvekara og er reyndar nátengd
Innra ljósinu. Í útvarpserindi, sem Klemens flutti 1932 (og var gefið út á prenti
1938), sagði hann frá guðsþjónustum kvekara þar sem hvorki er farið með bæn
né sungið né spilað, enginn fastur texti, engin trúarjátning lesin, hvorki skírn
eða sakramenti haft um hönd. ... „En hvað kemur þá í staðinn fyrir allt þetta?
Því má svara með einu orði: „Þögn.“
En það er sérstök þögn, þar sem eitthvað mikið skeður og skapast, þó það
sé ósýnilegt. Það er lifandi þögn. Hugur mannsins tekur sig saman og snýr sér
í orðlausri bæn til Guðs. Sálin bíður Guðs. ... Bænin er ekki undir því komin,
að eg tali við Guð heldur hinu, að eg sé svo hljóður, að eg geti heyrt það sem
hann segir. ... Já, hið innsta í sálunni verður að koma fram fyrir hann, í fullri
alvöru og einlægni, eftir því sem þetta er mögulegt fyrir mennina. En til þess
þarf oft mikið stríð, alt verður að koma fram fyrir dómarann. Og oft hafa
kvekarar talað um það sem við köllum „Innri stunur,“ eða um „að skjálfa“ eða
titra fyrir ljósi Guðs í kyrð inni“17