Húnavaka - 01.05.2011, Page 133
H Ú N A V A K A 131
Klemens skrifar oft um
þögnina. „Eg elska þögnina. Það
er hún sem vantar mest, er eg sit
undir guðsþjónustu í kirkju. Mér
hefir oft dottið í hug, að kirkjan
kunni ekki að þegja. Vitanlega er
þó byrjað nýlega að hafa þögula
stund á eftir blessun prestsins í
sumum kirkjum. En hún er
eyðilögð með veiku undirspili og
verður því engin þögn.“18
Friður og samviskufrelsi
Friður er kvekurum hjartans
mál, friður á öllum sviðum,
friður í fjölskyldum og meðal
ættingja, friður milli samlanda,
friður milli þjóða: ... „Fram á
þenna dag hafa kvekarar unnið
fyrir friðinn í heiminum. Þeir
halda því fram, að kristindómur
og stríð séu tvær stórar andstæður.
Það er sérstak lega vegna
sannfæringarinnar um hið „Innra ljós“. Ef Guð býr í hverjum manni, er það
hið mesta brot móti heilögum Guði, að eyðileggja mannlíf í stríði, á höggstokk
eða í gálga. Þeir vilja ekki einungis halda sér frá stríði, en líka frá öllu, er
tilheyrir því, t. d. allri framleiðslu á morðtækjum og öllum stríðsgróða.“19
Klemens minnir einnig á William Penn sem stofnaði „friðarríki“ kvekara í
Ameríku þar sem engir hermenn áttu að vera né vígbúnaður. Það er nánast
algjört varnarleysi sem er besta andsvarið við ofbeldi og árás. Kvekarar
neituðu margir hverjir að gegna herþjónustu og guldu þess með fangelsunum
og pyntingum áður fyrr. Sums staðar inntu þeir af hendi alls konar
samfélagsþjónustu í stað þess að fara í stríð.
Víða kemur fram hjá Klemensi hve mikla áherslu kvekarar leggja á
samviskufrelsi, frelsi sérhvers manns og sérhverrar konu að hugsa sjálfstætt,
komast að sannindum um hið innsta í hugskoti hvers og eins og fylgja
sannfæringu sinni hvað sem það kostar. Jafnrétti kynja er svo sjálfsagt að varla
þarf að taka fram að það er hluti af persónufrelsi hvers og eins.
Klemens velti ýmsum kenningum tengdum trúarbrögðum fyrir sér. Hann
skrifaði alllangt mál um andlegar lækningar, andatrú og kenningar um
endurholdgun. Einnig íhugaði hann tengsl trúar kvekara og búddisma, einkum
þó zen-búddisma.
Eins og áður sagði vöktu kenningar Mary Baker Eddy um mátt trúar til að
Klemens og klárarnir.