Húnavaka - 01.05.2011, Side 136
H Ú N A V A K A 134
Lokaorð
Það fer ekki hjá því að Klemens hafi fundið til skyldleika við þá bóndadrengina
George Fox og John Naylor þótt hann þyrfti ekki að þola slíkt sem þeir. Hann
fór frá óðali sínu til að kynnast því fólki sem hann taldi fara réttast með
boðskap Guðs. Hann kom vissulega aftur en trúboð hans hafði lítil áhrif. Hann
krufði til mergjar ýmsar þær hugmyndir og stefnur sem efstar voru á baugi í
íslensku þjóðlífi á hans tíð og leitaði kjarna annarra trúarbragða, bæði þeirra
sem byggðu á kristindómi og annarra af austrænum uppruna. Forvitni,
einlægni og grandvarleiki einkenna hugleiðingar hans.
Undir lok æviminninga sinna segir Klemens: „Ef einhver spyr mig: Hvað
hefir hjálpað þér mest í lífinu mundi ég svara og segja: Hið jarðneska sem hefir
hjálpað mér mest er, að ég hefi búið í kyrlátu skarði og fögru á milli hárra fjalla
þar sem sól sést ekki við bæinn frá 11. nóv. til 26. jan. En þó undir einu
sólríkasta fjalli þessa lands. Þar skín oft sól þó hún nái ekki á dalbotn. Oft er
fjallið autt þó jörð sé snævi þakin annarstaðar. Undir Hlíðarfjalli er skjól og
hlýja.
Hver er þá mín andlega hjálp? Ég svara með orðum sálmaskáldsins, er
segir: „Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín
kemur frá Drottni skapara himins og jarðar.“ 23
Klemens Guðmundsson gaf söfnuðinum kirkju og var trúr köllun sinni til
æviloka. Í einveru og þögn nam hann orð Guðs.
Tilvísanir:
1 Hjálmar Jónsson: Lífið er sakramenti. Viðtal við Klemens Guðmundsson í Bólstaðarhlíð.
Húnavaka, 1980, 12 – 20
2 Klemens Guðmundsson. Æviminningar. Á milli fjalla. Handrit, án ártals.
3 Hugleiðing á fimmtugsafmæli. Handrit
4 Klemens Guðmundsson: Kvekarar. Reykjavík. Prentsmiðjan Acta. 1932, 6. Endurútgefið
á Akureyri 1934
5 sama stað, bls. 7
6 Einar Mollans, Konfessionskunnskap. Oslo. Forlaget Land og Kirke, 1953, bls. 258 – 264.
Stutt lýsing á helstu einkennum kenninga og samkomuhaldi kvekara.
7 Charles Lamb, The Portable Charles Lamb. New York. Viking Press, 1949, bls. 504 – 510.
Lamb lýsir samkomum kvekara af mikilli aðdáun og einkum þeirri ólýsanlegu þögn sem
þar ríkir oftast.
8 Matthías Jochumsson. Sögukaflar af sjálfum mér. Akureyri, Útgefandi Þorsteinn Gíslason.
1922, bls. 157 – 159. Bréf Matthíasar Jochumssonar. Akureyri. Bókadeild Menningarsjóðs,
1935, bls. 1 – 2, 119, 335. Matthías ber Sharpe vel söguna og lýsir áhuga hans á að efla
þjóðlíf á landinu. Matthías skrifar nafn hans Sharpe en Klemens Sharp.
9 Vonarlandið, handrit