Húnavaka - 01.05.2011, Page 157
H Ú N A V A K A 155
En mér fannst áhöfnin hálfdauf í dálkinn þótt heim væru komnir. Svo sagði
pabbi: „Jæja, þetta fór þá svona. Engin síld, maður fer bara á togara fyrir
sunnan í haust.“
Alinn upp í fjörusteinunum á Skagaströnd
Ég vissi ekki þá að átta árum seinna myndi ég sjálfur koma með síld til
Skagastrandar, á drekkhlöðnum bát, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255, þar
sem 250 tunnur fóru í salt og restin, um 300 mál, fóru í bræðslu. Við fengum
gott kast á Grímseyjarsundinu og fylltum bátinn. Svo var ákveðið að landa á
Skagaströnd. Logn var og spegilsléttur sjór, eins og þegar við vorum á
Sporðagrunni á Aðalbjörgu forðum daga.
Þegar við nálguðumst
Skagann sá ég að braut
á Skallarifinu og að
landsýn var stórkostleg.
Ég fór upp í bassaskýlið
til að sjá betur. Við
sigld um inn með
Skaganum að
vestanverðu með stefnu
á Skagaströnd. Út af
Kálfshamarsvík kall ar
skipstjóri og spyr hvort
einhver hafi verið á
Skagaströnd fyrr og
tekið þar land. Ég gef
mig fram og segist vera
alinn upp í fjörustein-
unum á Skagaströnd, hafa verið þar á grásleppuveiðum og oft farið á sjó með
bátunum, þá aðallega Aðalbjörginni.
„Þú tekur þá við stýrinu“ segir skipstjóri, heldur opnu Sjómannaalmanakinu
og er búinn að fletta upp á innsiglinunni á Skagaströnd. Við vorum úti á
Hofsgrunni, ég lít á dýptarmælinn og sé að dýpið er 30-40 faðmar. Ég tek nú
stefnu rétt sunnan við Höfðatána og sé glitta í skerið Brúnkollu í kíkinum.
Eftir smá stund segir skipstjóri: „Hvert ert þú að fara?“ „Inn á
Skagastrandarhöfn“ svara ég. „Þetta er ekki leiðin“ segir hann þá, „þú átt að
vera miklu utar.“ „Ha, hvað?“ segi ég, „ég hef farið þetta margoft sem
strákpolli.“
„Ég tek nú yfir“ segir skipstjóri og leggur í stjórnborða en þá ætlar bátnum
að hvolfa, svo hlaðinn var hann. Það varð uppi mikið fát hjá mannskapnum
sem flestir voru uppi og stóðu á seglinu yfir síldinni.
Skipstjóri réttir bátinn af og siglir langleiðina inn að Árbakkasteini þar til
hann fær stefnu; Hólanesvarðan í kirkjuturninn. „Það er sker þarna, Brúnkolla“
Hrafn Sveinbjarnarson drekkhlaðinn.