Húnavaka - 01.05.2011, Síða 160
H Ú N A V A K A 158
Guðmundur var duglegur og vinnusamur og skyldurækinn. Búskapur og
starf bóndans var hans aðalstarf og áhugamál, hann var vel lesinn og fylgdist
vel með þjóðmálum.
Guðmundur lést á Heilbrigðisstofnuninn á Blönduósi en þar hafði hann
dvalið um árabil. Útför hans var gerð frá Hólaneskirkju þann 9. janúar og
hlaut hann legstað í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sonja Sigurðardóttir Wiium,
Blönduósi
Fædd 12. september 1933 – Dáin 31. janúar 2010
Sonja var fædd í Reykjavík, foreldrar hennar voru Níelsína Ósk Daníelsdóttir,
1913-1993, frá Neðra-Vatnshorni í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-
Húnavatnssýslu og Sigurður Magnússon Wiium, 1903-1957, fæddur á
Eintúnahálsi í Vestur-Skaftafellssýslu. Sonja var elst barna þeirra en hin eru
fjórir drengir í aldursröð, Smári S. Wiium, Sigurður S. Wiium, Símon S.
Wiium og yngstur er Dan Valgarð Wiium.
Sonja ólst upp hjá foreldrum sínum og bræðrum. Hún fór snemma að vinna
eða strax eftir fermingu í mjólkurbúð en um árabil vann hún í Rafvöruverslun
Gunnars Guðmundssonar.
Hún giftist ung Brynjólfi Halldórssyni og átti
með honum tvö börn, dreng sem dó strax eftir
fæðingu og dótturina, Sonju Guðríði Wiium, f.
1953.
Brynjólfur og Sonja skildu og kom Sonja þá
norður sem ráðskona að Leifsstöðum í Svartárdal
með dóttur sína ársgamla.
Á Leifsstöðum lágu saman leiðir Sonju og
Guðmundar Sigurðssonar, 1922-1996, sem þar
bjó í foreldrahúsum. Þau giftu sig og eignuðust
fimm börn. Elstur er Sigurður Ingi, f. 1957, maki
Birgitta H. Halldórsdóttir, Óskar Leifur, f. 1958,
kona hans er Fanney Magnúsdóttir, Daníel Smári,
f. 1961, kvæntur Önnu Rósu Gestsdóttur og
Solveig Gerður, 1961-1965. Ein stúlka fæddist
síðan andvana. Tvo drengi tóku þau til sín og ólu upp, þá Ketil og Pétur
Kolbeinssyni.
Sonja og Guðmundur slitu samvistum eftir rúmlega 20 ára hjónaband og
giftist hún Hannesi Péturssyni 1931-2010 frá Hafnardal á Langadalsströnd í
Ísafjarðar-djúpi.
Sonja og Hannes fluttu suður til Reykjavíkur og bjuggu þar um áratuga
skeið. Fyrir sunnan vann Sonja á Borgarspítalanum í Reykjavík sem starfstúlka