Húnavaka - 01.05.2011, Síða 161
H Ú N A V A K A 159
en til margar ára vann hún hjá Pósti og síma. Þar tók hún ýmis námskeið og
menntun á þeirra vegum.
Haustið 2009 komu Sonja og Hannes aftur norður til Blönduóss, að
Mýrarbraut 4, þar áttu þau sitt heimili síðast.
Sonja andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, eftir stutta sjúkralegu.
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju þann 6. febrúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þórir Heiðmar Jóhannsson,
Blönduósi
Fæddur 23. desember 1941 – Dáinn 9. febrúar 2010
Þórir var fæddur í Litlu-Hlíð í Víðidal, V-Hún. Móðir hans var Jósefína Á.
Þorsteinsdóttir, 1906-1987. Hálfsystkin Þóris, sammæðra, eru: Fanney f. 1933,
Jóhann Hermann, 1936-2003, Laufey Jósefína f. 1944 og Auðunn Unnsteinn
f. 1946.
Aðeins viku gamall var Þórir gefinn til
Ingibjargar Sigfúsdóttur, 1909-2002 og Jóhanns
Teitssonar, 1904-1996. Kjörforeldrar Þóris bjuggu
þá á Refsteinsstöðum og þar var hans æskuheimili.
Uppeldissystir hans er Ásta Björnsdóttir f. 1934,
dóttir Sigríðar Guðrúnar Þorleifsdóttur, 1909-
2003. Þær mæðgur voru á Refsteinsstöðum fyrstu
ár Þóris og var mjög kært á milli þeirra allra.
Eiginkona Þóris var Ingibjörg Kristjánsdóttir, f.
1942 að Hæli í A-Hún. Foreldrar hennar voru
Þorbjörg Björnsdóttir 1908-2001 og Kristján
Benediktsson 1901-1977.
Börn Þóris og Ingibjargar eru: Jóhann Þröstur
f. 1962, kvæntur Birnu Kristbjörgu Björnsdóttur
f. 1962 og eiga þau tvö börn. Bergþór Valur f. 1964, sambýliskona hans er
Sigríður Guðný Guðnadóttir f. 1968. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi.
Björn Svanur f. 1967, kvæntur Hönnu Kristínu Jörgensen f. 1960 og eiga þau
þrjú börn. Ingiríður Ásta f. 1969, gift Njáli Runólfssyni f. 1962. Þau eignuðust
fimm börn en tvö eru látin.
Dóttir Þóris og Jónínu Skúladóttur er Sigrún Eva f. 1974. Sambýlismaður
hennar er Tryggvi Rúnar Hauksson f. 1971.
Þórir gekk í farskóla í Víðidal og Vesturhópi. Einn vetur var hann á Hólum
í Hjaltadal. Þórir og Ingibjörg bjuggu sér heimili að Brúarlandi á Blönduósi
árið 1963 og gengu í hjónaband 26. desember 1964. Mörg ár vann Þórir hjá
KH við afgreiðslu og akstur. Hann tók ökukennarapróf og kenndi mörgum
unglingum og fullorðnum í um 20 ár. Þá vann hann nokkur ár í Vélsmiðju
Húnvetninga og einnig hjá Rarik.