Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 163
H Ú N A V A K A 161
Hannes var laginn í höndum og smíðaði marga fallega hluti úr járni og tré.
Á seinni árum lærði hann útskurð í tré og skar út mörg falleg verk. Hann var
mikið fyrir tónlist og spilaði á harmonikku. Hann var söngvinn og söng í
nokkrum kórum um ævina.
Leiklist var eitt af hans áhugamálum og starfaði hann mikið með
eldriborgara leikhópnum Snúður og Snælda, síðustu árin sem hann bjó í
Reykjavík. Hannes hafði gaman af ferðalögum um Ísland og ferðaðist víða.
Hannes kvæntist Guðrúnu Maríu Björnsdóttur, f. 1934 og átti með henni
3 börn. Þau eru, Anna, 1954-1977, Baldur Viðar, f. 1958, Pétur Valgarð, f.
1962. Þau slitu samvistum. Barnsmóðir Hannesar var Jóhanna Jörgensen,
1931-1975 og átti hann með henni einn son, Björn Viðar, f. 1965.
Sambýliskona Hannesar var Guðný Hjálmfríður Elín Kristjánsdóttir, 1930-
2001, þau áttu saman einn son, Pétur, f. 1966. Þau slitu samvistum.
Hannes kvæntist Sonju Sigurðardóttur Wiium, 1933-2010 og bjuggu þau
lengst af í Reykjavík en fluttu til Blönduóss árið 2009. Þar var þeirra heimili
Hannesar og Sonju.
Hannes andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta sjúkralegu.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju þann 27. mars.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Soffía Sigurlaug Lárusdóttir,
Skagaströnd
Fædd 23. júní 1925 – Dáin 31. mars 2010
Soffía Sigurlaug Lárusdóttir fæddist að Vindhæli á Skagaströnd. Hún var
dóttir hjónanna, Láru Kristjánsdóttur, 1901-1993 og Lárusar Guðmundar
Guðmundssonar, 1896-1981.
Soffía var elst fjögurra systkina. Næstelst er
Kristjana Sigurbjörg, fædd 1926, þá Guðmundur,
1929-2002 og yngst er Guðrún Ingibjörg, 1930-
2010.
Soffía ólst upp að Vindhæli til 10 ára aldurs en
þá fluttist fjölskyldan til Skagastrandar. Hún gekk
í barnaskólann á Skagaströnd. Um fermingaraldur
dvaldi Soffía á Þingeyrum hjá þeim hjónum, Jóni
Pálmasyni og Huldu Stefánsdóttur og tókst mikil
vinátta með þeim Huldu og hennar fjölskyldu.
Hún var síðan tvo vetur í Héraðsskólanum á
Laugarvatni og einn vetur í Húsmæðraskólanum
í Reykjavík. Eftir nám sitt syðra vann hún við
afgreiðslu í kaupfélaginu á Skagaströnd.
Þann 22. júní 1946 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi