Húnavaka - 01.05.2011, Side 166
H Ú N A V A K A 164
víðlesinn og fylgdist grannt með því sem gerðist, bæði í hans nærumhverfi sem
og á heimsvísu. Hann var mikill húmoristi og flugbeittar athugasemdir hans
um menn og málefni voru oft þannig að þær gleymdust ekki þeim er til heyrðu.
Tónlistin var einnig stór þáttur í lífi Sveinbjörns því hann hafði mikla unun
af því að hlusta á klassíska tónlist og djass. Hann hafði gott vald á píanóleik en
nýtti þann hæfileika eingöngu fyrir sig og sína.
Hin síðari ár glímdi Sveinbjörn við erfiðan nýrnasjúkdóm og m.a. þess
vegna fluttu þau Birna suður árið 2001 og bjuggu í Hafnarfirði þar sem
aðgengi var að þeirri þjónustu sem honum var nauðsynleg. Hann lést á
nýrnadeild Landspítalans og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16.
apríl 2010.
Magnús B. Jónsson.
Þorvaldur G. Jónsson,
Guðrúnarstöðum
Fæddur 30. júlí 1940 – Dáinn 12. maí 2010
Þorvaldur var fæddur að Kúludalsá í Innri Akraneshreppi, sonur þeirra hjóna,
Jónínu Sigurrósar Gunnarsdóttur, 1912-2001 og Guðmundar Sigurðar
Jónssonar, 1907-1995. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum að Kúludalsá
en þar voru foreldrar hans bændur.
Systkini Þorvaldar eru Jón Auðunn, Jóhanna
Kristín, Sigurjón, hann er látinn, síðan
Ragnheiður og Guðrún yngst.
Sín æsku- og uppvaxtarár átti Þorvaldur með
foreldrum sínum og systkinum og skólaganga var
hefðbundið barna- og unglinganám og seinna
búfræðinám á Hvanneyri en þaðan útskrifaðist
hann sem búfræðikandidat. Á Hvanneyri kynntist
hann Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 1939, sem þar var
við nám. Þau giftu sig og settu saman heimili í
Hafnarfirði en þaðan er Guðrún og vann
Þorvaldur ýmsa vinnu þar.
Norður í Húnavatnssýslu, í Vatnsdalinn að
Guðrúnarstöðum, fluttu Þorvaldur og Guðrún árið 1973. Jörðina keyptu þau
og hófu þar búskap. Þar byggðu þau nýtt íbúðarhús og á meðan á þeim
kostnaðarsömu framkvæmdum stóð fór Þorvaldur á sjó nokkrar loðnuvertíðar
frá Keflavík.
Þorvaldur og Guðrún eignuðust þrjár dætur sem eru Þorgerður Hrönn, f.
1968, sambýlismaður hennar er Ágúst Ásgeirsson, þá Ásgerður Unnur, f.
1969, gift David Nicholson og eiga þau tvö börn og yngst er Valgerður Erna,
f.1973, sambýlismaður hennar er Marinó Melsteð.
Þorvaldur hugsaði vel um skepnur og hafði ánægju af sínu starfi. Síðustu 20