Húnavaka - 01.05.2011, Page 167
H Ú N A V A K A 165
árin vann hann með búskapnum sem bókavörður á Héraðsbókasafni
Austur-Húnvetninga en bækur voru eitt af hans áhugamálum. Hann var
bókamaður og bókasafnari og eignaðist margar fágætar og góðar bækur.
Hann hafði líka áhuga á ferðalögum og fuglaskoðun. Hann var pólitískur og
stjórnmál og landsmál voru á hans áhugasviði og tók hann einnig sjálfur þátt
í stjórnmálum.
Þorvaldur andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi en þar hafði hann
verið í nokkur ár. Útför hans var gerð frá Þingeyrakirkju þann 22. maí.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Hjalti Árnason,
Skeggjastöðum
Fæddur 11. janúar 1915 – Dáinn 4. júlí 2010
Hjalti Árnason fæddist í Víkum á Skaga. Foreldrar hans voru Árni Antoníus
Guðmundsson, 1870-1931 og Anna Lilja Tómasdóttir, 1878-1973. Þau
bjuggu alla tíð í Víkum.
Systkini Hjalta voru: Guðmundur Magnús f. 1897, Vilhjálmur, f. 1898,
Fanney Margrét, f. 1899, Karl Hinrik, f. 1902, Sigríður Sigurlína, f. 1905,
Hilmar, f. 1910, Leó, f. 1912, sveinbarn, f. 1920, dó dagsgamalt, Lárus, f.
1922, hann lifir einn eftir af systkinunum frá
Víkum.
Í Víkum ólust systkinin upp og það gefur auga
leið að oft hefur lífsbaráttan verið hörð norður við
nyrsta haf, þar sem veturnir geta verið langir og
strangir. Í stórum systkinahópi hafa allir þurft að
leggja sitt af mörkum til að framfleyta
fjölskyldunni.
Hjalti hefur því lært strax í bernsku að allir
verða að leggja lífinu lið, allir verða að taka þátt í
að afla matar og lífsbjargar, allir verða að standa
sína vakt með athygli, skerpu og útsjónarsemi að
leiðarljósi. Þessi viska æskuáranna fylgdi honum
alla tíð.
Þann 5. nóvember 1938 gekk Hjalti að eiga
Önnu Lilju Magnúsdóttur, 1912-2000, frá Skeggjastöðum. Foreldrar hennar
voru Magnús Ólafur Tómasson, 1879-1942, og Ingunn Þorvaldsdóttir, 1877-
1971. Þau bjuggu á Skeggjastöðum.
Hjalti og Anna Lilja eignuðust níu börn. Þau eru: Árný Margrét, f. 1939,
kvænt Kristjáni Kristjánssyni, 1934-2007 og eiga þau fjögur börn. Baldvin
Valgarð, f. 1940. Magnús Ólafur, f. 1941, hann á fimm börn. Ingunn Lilja, f.
1943, eiginmaður hennar var Björn Magnússon og eiga þau þrjú börn. María
Línbjörg, f. 1946, eiginmaður hennar er Reynir Davíðsson, þau eiga tvo syni.