Húnavaka - 01.05.2011, Side 169
H Ú N A V A K A 167
það var ekki mikið eða stórt sem þurfti til að veita
honum gleði.
Ýmislegt bendir til þess að hefði líkamleg heilsa
ekki reist honum skorður hefðu betur fengið að
njóta sín náðargjafir hans, sérgáfur, sem gáfu lífi
hans innihald og gleði. Með þeim stráði hann
gleði í kringum sig. Í þeirri hásumartíð sem
kveðjustundina bar upp á, þá kemur í hug hið
frábæra sumarljóð Jónasar um öll smáblómin sem
veita stóra gleði. Öðrum þræði er hann að líkja
okkur við hin fögru en veikburða blóm í urtagarði
Drottins.
Jurtir falla, blómin fölna. Tími Sigurðar Óla
var allur. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi
eftir nokkra legu og var jarðaður á Stað í Hrútafirði 4. ágúst.
Sr. Guðni Þór Ólafsson.
Solveig Benediktsdóttir Sövik,
Blönduósi
Fædd 24. september 1912 – Dáin 29. júlí 2010
Solveig Kristbjörg Benediktsdóttir fæddist á Húsavík. Foreldrar hennar voru
Benedikt Björnsson, skólastjóri á Húsavík, 1879-1941 og Margrét
Ásmundsdóttir, húsmóðir, 1881-1969. Systkini Solveigar voru: Ragnheiður
Hrefna, 1907-1941, Ásbjörn, 1914-1934, Jóhann Gunnar, 1916-2010, Ólafur,
1917-2000, Sigurður, 1919-1967 og Guðmundur, 1924-2005.
Þann 5. september 1944 giftist Solveig Óskari
Sövik rafvirkjameistara, 1904-2002, frá
Veblungsnes í Noregi. Dóttir þeirra er Ragnheiður
Guðveig, f. 1953, kennari, búsett í Glaumbæ II í
Skagafirði. Eiginmaður hennar er Arnór
Gunnarsson, f. 1951, bóndi. Synir þeirra eru
Óskar, f. 1976, og Atli Gunnar, f. 1979.
Solveig ólst upp á Húsavík og lauk prófi úr
unglingaskólanum þar árið 1928. Síðan stundaði
hún nám við Húsmæðraskólann á Laugum og
árin 1934-1936 var hún við nám í húsmæðra-
kennaraskólanum í Stabæk, Noregi.
Að námi loknu fluttist hún til Blönduóss þar
sem hún bjó til æviloka. Hún var skólastjóri
Kvennaskólans á Blönduósi frá 1937 til 1947, kennari við unglingaskólann á
Blönduósi 1948-53 og síðar kennari við Kvennaskólann á Blönduósi um langt
árabil, allt þar til hann var lagður niður haustið 1978. Auk þess átti hún