Húnavaka - 01.05.2011, Side 175
H Ú N A V A K A 173
Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir
frá Hvammi í Vatnsdal
Fædd 29. nóvember 1921 – Dáin 29. september 2010
Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir var fædd að Narfastöðum í Ytri-Njarðvík.
Foreldrar hennar voru þau, Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir, 1888-1968 og
Kristmann Runólfsson kennari, 1886-1954. Þau bjuggu á Hlöðversnesi á
Vatnsleysuströnd.
Systkini Fjólu eru; Klemens, 1917-2008, Guðrún, 1919-2007, Runólfur
Haukur, 1920-1969, Guðlaug Ragnheiður, 1922-1923, Guðlaugur Ragnar,
1924-1980, Sigurður, fæddur 1926 og Fanney Dóra, fædd 1932.
Fjóla stundaði barnaskólanám í Stóru-Vogaskóla á Vatnsleysuströnd og
lauk þaðan barnaprófi. Síðar var hún nemandi í
fyrsta árgangnum sem stundaði nám við
Húsmæðra skólann á Laugarvatni. Eftir það vann
hún ýmis tilfallandi störf og réð sig í vist til
Reykjavíkur, m.a. hjá Agnari Kofoed, þáverandi
lögreglu stjóra.
Árið 1951 fór hún kaupakona að Hvammi í
Vatnsdal til Hallgríms bónda þar Guðjónssonar.
Þau gengu að eigast 19. nóvember 1952 og
bjuggu myndarbúi í Hvammi um áratugaskeið en
brugðu búi árið 1980 þegar heilsa Hallgríms
bilaði.
Foreldrar Hallgríms voru þau Guðjón
Hallgrímsson, bóndi og oddviti, 1890-1982 og
Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir, 1891-1982.
Börn Fjólu og Hallgríms eru: Ingibjörg Rósa, fædd 1953. Maki hennar er
Gísli Ragnar Gíslason og eiga þau þrjú börn. Þuríður Kristín, fædd 1955,
maki Finnbogi G. Kjartansson. Þeirra börn eru þrjú. Margrét, fædd 1957.
Maki Gunnar Þór Jónsson og eiga þau þrjú börn. Áður átti Fjóla soninn
Hafstein, f. 1949. Faðir hans er Gunnar Haraldur Hermannsson. Maki
Hafsteins er Ásta Jónsdóttir. Þeirra börn eru fjögur.
Fjóla var kunnáttusöm til allra verka, bæði utan húss sem innan og lá aldrei
á liði sínu. Hún var vinnusöm og allt virtist gerast fyrirhafnarlaust hjá henni.
Hún var nærgætin í tali, kurteis í framkomu og öll dómharka um aðra var
henni fjarri. Fjóla hafði þekkingu á blómum og ræktun og á öllum gróðri og
nýtingu hans. Hún kunni að fara með fjallagrös og söl og alls konar sjávarfang.
Þegar dætur uxu úr grasi gaf hún sig að hirðingu búpenings og öll dýr hændust
að henni því hún hafði góða nærveru.
Fjóla var söngelsk og söng lengi með kirkjukórnum við Undirfellskirkju og
starfaði með kvenfélaginu í Vatnsdal. Fjóla hélt heimili lengi, fyrst annasamt