Húnavaka - 01.05.2011, Page 176
H Ú N A V A K A 174
og fjölmennt norður í Hvammi, síðar á Flyðrugranda og nú síðast á Þorragötu
í Reykjavík.
Hún andaðist á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi þann 29. september
2010. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju en jarðsett var í Gufu nes-
kirkjugarði.
Sr. Guðjón Skarphéðinsson.
Sigurjón Elías Björnsson,
Orrastöðum
Fæddur 4. júlí 1926 – Dáinn 24. október 2010
Sigurjón var fæddur á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi, sonur þeirra hjóna
Kristínar Jónsdóttur, 1883-1950 og Börns Björnssonar, 1884-1970.
Börn þeirra Kristínar og Björns voru í aldursröð, Þorbjörg, Ingvar,
Jakobína, Lárus, Guðrún og yngstur Sigurjón.
Sín æsku- og uppvaxtarár átti Sigurjón með
foreldrum sínum og unglingur var hann í
vegavinnu.
Árið 1954 gengu þau í hjónaband, Sigurjón og
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, 1927-2004, frá
Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Áður höfðu þau
búið saman í Sólheimum í Svínavatnshreppi en
keyptu sér Kárastaði í sömu sveit og bjuggu þar í
fimm ár. Eftir það bjuggu þau tvö ár í Sauðanesi
í Torfalækjarhreppi en lengst af áttu þau sitt
heimili að Orrastöðum í sömu sveit eða árin
1959-1997.
Eftir að Sigurjón hætti búskap á Orrastöðum
flutti hann til Blönduóss að Árbraut 17. Þar bjó
hann síðast en hann andaðist á heimili sínu.
Sigurjón og Aðalbjörg eignuðust þrjú börn: Sigurvaldi er eldri, f. 1954,
kona hans er Guðbjörg Þorleifsdóttir og eiga þau alls fimm börn. Yngri er
Kristín Birna, f. 1959, sambýlismaður hennar er Guðbergur Björnsson.
Kristín Birna á einn son. Einnig eignuðust þau dreng sem fæddist fyrir tímann
og lifði ekki nema nokkra daga.
Ævistarf Sigurjóns var búskapurinn og skepnurnar. Sigurjón var mikill
bókamaður las mikið og var fróður um marga hluti, einkanlega um landshætti,
þjóðmál og tíðarfar. Hann var minnugur og hagmæltur en flíkaði sínum
kveðskap lítið.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 6. nóvember og hlaut hann legstað
í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.