Húnavaka - 01.05.2011, Page 178
H Ú N A V A K A 176
Magnús Jóhann fæddur 1969, er í sambúð með Signýju Gunnlaugsdóttur.
Börn Magnúsar og Theodóru Berndsen eru tvö.
Ingunn María fædd 1973, hennar maður er Sighvatur Smári Steindórsson.
Þau eiga tvö börn.
Björn var meðalmaður á hæð með dökkjarpt liðað hár, liðlega vaxinn og
hélt sér vel fram eftir aldri, varð hvorki hokinn né kýttur þegar aldur færðist
yfir. Hann sóttist ekki mikið eftir félagslífi og tók lítinn þátt í samfélagsstörfum.
Líklega hefur honum þótt nóg um þann tíma sem faðir hans hafði eytt til slíkra
verka. Hann átti þó létt með að ræða við fólk, var skrafhreyfinn og gamansamur
þegar gesti bar að garði en gat verið meinyrtur ef honum líkaði miður við
fólk.
Hann kunni ógrynni vísna og ljóða og var vel heima í lands- og
búskaparháttum hvar sem var. Kom þar m.a. til hið óbrigðula minni hans að
hann þurfti sjaldnast að heyra eða lesa nema einu sinni það sem hann hafði
áhuga á þá mundi hann það þar eftir. Hann var ágætlega hagorður en nýtti
þann hæfileika ekki mikið. Brá þó stundum á það ráð, einkum í gríni og átti
þá til að kenna öðrum um kveðskapinn.
Þegar Björn og Ingunn hættu búskap á Syðra-Hóli fluttu þau til Blönduóss
og bjuggu þar að Urðarbraut 16. Undu þau hag sínum vel eftir að
búskaparamstri lauk en fylgdust jafnan vel með heima á Syðra-Hóli.
Björn var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 20. nóvember 2010 og hlaut
hinsta legstað í Blönduósskirkugarði.
Magnús B. Jónsson.
Sigþór Sigurðsson,
Brekkukoti
Fæddur 12. júní 1922 – Dáinn 27. nóvember 2010
Sigþór var fæddur í Brekkukoti, sonur Sigurðar
Bjarnasonar, 1895-1953, bónda í Brekkukoti og
konu hans, Önnu Sigurðardóttur, 1899-1976.
Sigþór var næstelstur sjö barna þeirra hjóna.
Elstur var Bjarni Guðmundur, Sigþór, Hulda,
Baldur Reynir, Svavar, Sigurður. Yngstur er
Þorbjörn.
Sigþór ólst upp í Brekkukoti og vann að búi
foreldra sinna ásamt systkinum. Nokkur sumur
vann hann á skurðgröfu og ýmsa aðra vinnu.
Hann keypti sér vörubíl og rak hann og sá meðal
annars um mjólkurflutninga í nokkur ár.
Frá árinu 1954 tók hann við búskap í Brekkukoti
og bjó þar eftir fráfall föður síns ásamt móður
sinni. Móðir hans féll frá 1976 og hélt Sigþór