Húnavaka - 01.05.2011, Side 181
179H Ú N A V A K A
VEÐRIÐ 2010.
Janúar.
Þvílíkt áramótaveður, frost, logn og
tunglskin. Svipað veður fyrstu viku
mánaðarins, frost 5-11 stig. Heljar-
gaddur, hef ég skráð 4. og frostið fór í
15 stig. Sjöunda dró úr frosti. Þíðviðri
8.-10. Slagveðursrigning um stund
þann 9. Hægviðri, kólnandi 11. Fagur
stilltur vetrardagur 12. Sólar naut sem
unnt er hér á þessum árstíma og sá til
ystu Stranda. Áfram hélst góðviðri og
hlýindi. Hiti komst hér í 7 stig 21. en
þann dag geysaði fárviðri sunnan
heiða. Síðdegis 22. fór ég suður, snjór
og snjóél þá á Holtavörðuheiði. Þíð-
viðri hér heima þá um morguninn.
Snjóföl í Borgarnesi og allt suður fyrir
Hvalfjarðargöng, autt úr því. Minn
áfangastaður var Mosfellsbær. Hlýindi
um allt land 23. og 24. Ofsarok og
hláka 25. og ekki flugfært til Akureyrar
fyrir hádegi. Hiti 9 stig í Reykjavík og
á Blönduósi en 10 stig á Reykhólum.
Góðviðrið hélst þó gránaði í rót
aðfaranótt 27., það föl tók upp um
hádaginn en sýndi vel að ísinn var
óhaggaður á Hafratjörn og Laxár-
vatni. – Lítil hvítabjarnarbirna skotin
í Þistilfirði.- Vorblítt veður 28. Þrír
síðustu dagar janúar kaldir en stilltir,
frost fór í 10 stig.
Febrúar.
Stilltir og kaldir voru fyrstu dagar
febrúar. Mesta frost á landinu 5. en þá
voru 19 stig við Mývatn. Hér þá 10
stig og autt að mestu á láglendi. Um
kvöldið 9. dró úr frosti. Hægviðri og
hitastig yfir frostmarki 10.-12. og náði
6 stiga hita þann 11. Rigndi drjúgt 13.
Hvítt út að líta að morgni 14.
Uppfenntir vesturgluggar, hríðargarg
síðdegis og aðfaranótt 15. Veðrið datt
svo niður um morguninn. Gerði milt
og hæglátt veður og tók upp snjóinn
þar sem stormurinn hafði berrifið um
nóttina. Hægviðri, sólskin, grátt til
jarðar og skaflar þann 16. Kalt og
stillt 17.-18. Hríðargarg að morgni
19. og frost 5 stig. Hægviðri og vægt
frost, 3-6 stig, 20. og 21. Bætti í frost
og mylgraði niður snjó 22., frost 10
stig. Hríðargarg og snjókoma 23.,
frost 14 stig. Svalir vetrardagar 24.-27.
Fagur sólskinsdagur 28. og frost féll í 0
stig. Frost 8 stig um kvöldið.
Mars.
Sólskinsdagur 1. og frost 8 stig.
Mesta frost á landinu liðna nótt voru
24 stig við Mývatn. Vorblítt veður og
snjór sjatnaði 2. Svipað veður 3. og
hiti fór í tvö stig um hádaginn. Suð-
vestan kaldi og snjóél um kvöldið.
Þungbúinn sá 4. Asahláka og hlýindi,
rok síðdegis 5. Suðvestan strekkingur,
éljagangur og kólnandi 6. Veðrið
batnaði og lygndi upp úr hádegi 7.
Góðviðri 8. Milt veður og smáskúrir
9. Þessa daga, 8.-10., komst hiti í 6
stig um hádaginn. Sólskin og vorblíða
Fréttir og fróðleikur