Húnavaka - 01.05.2011, Síða 184
H Ú N A V A K A 182
stig og stafalogn. Stillt og heiðskírt og
fraus aðfaranótt 11. en hiti fór í 11 stig
um hádaginn og rigndi síðdegis.
Góðviðri, dimmt yfir 12., ég sá og
heyrði kríuna. Lágskýjað 13. Blíð-
viðrisdagur hér 14. en öskufall syðra
ógnar og skelfir, við fögnum því hér
þegar andar við norður. Áfram hélst
góðviðrið 15.-17. hlýtt á daginn þó
hitastig færi niður undir frostmark um
nætur. Rigndi að kvöldi 18. og drjúgt
rigndi 19., hiti 11 stig, dagurinn gróðri
góður. Svipað veður 20. og 21. og hiti
9 stig, minna rigndi. Sól og blíða 22.-
24. Hiti 11-18 stig. Gosið sagt hætt.
Dagana 25. og 26. sólskin, norðangol-
an svöl. Ég sá ísskel á vatnsílátum
mer anna eftir nóttina þó hiti færi í 12
stig að degi. Sólskin, mikið mistur 27.-
28. Sólskin og góðviðri 29.-30. Þann
30. sá ég stein depilinn. Nokkurt sólfar,
góðviðri, smá skúrir síðdegis 31. Hér
um slóðir var þessi maí hagstæður
mönn um, málleysingjum og vaxandi
gróðri.
Júní.
Mild daggarnótt, góðviðrisdagur,
hiti 12 stig. Golan þó svöl um kvöldið.
Þurr sólskinsdagur 2. en norðan kæla
um kvöldið. Hlýr og fagur sólskinsdag-
ur 3. og hiti fór í 21 stig. Sólskin og
dýrð að morgni 4. Hellti yfir þoku síð-
degis. Þoka grúfir að kvöld og morgun
5. Birti vel um miðjan daginn og hiti
komst í 14 stig. Sami hiti og sólskin 6.
en hafgolan svöl þegar leið á daginn.
Kafþykkt loft og hangir niður að
bæjum hér í dölunum 7., hiti þó 16
stig um hádaginn. Þoka og norðan kul
um kvöldið. Unaðsfagur morgunn 8.,
hiti fór í 17 stig. Kafskýjað og mistur
9. Suðvestan stinningsgola er leið á
dag, hiti 12 stig og rigndi um kvöldið.
Hellirigning um miðjan 10. og hiti 9
stig. Vordagur eins og hann getur
fegurstur orðið 11., hiti 24 stig og
stafalogn um kvöldið. Góðviðri og
hlýtt 12.-15., hitahámörk 20,14,19,14
stig. Gerði þó hellidembu að morgni
14., gróðrinum góð vökvun. Sólskins-
dagur 16. og hlýtt. Suðvestan rok um
kvöldið. Fagur sólskinsdagur 17., hiti
fór í 17 stig og stafalogn um kvöldið.
Blíðviðri 18. og hiti 21 stig. Sólskin
19., stinningsgola, hiti 16 stig. Norðan
svali 20., hiti 12 stig, sólskin, þurrt.
Sólskin, hiti 16 stig 21. Góðviðri,
regnúði af og til 22. Ekkert sólskin
hér, hiti 14 stig, þoka um kvöldið.
Kafþoka heim að bæ 23. en svo létti til
og gerði fegursta dag, hiti 18 stig.
Bakki hylur Strandir um kvöldið.
Unaðslegur sólskinsdagur 24. og hiti
20 stig. Norðaustan þurrkur, sólskin
25. og hiti 14 stig. Kafþokubakki hylur
Strandir kvölds og morgna. Stafalogn
að morgni 26. en skýjakófið liggur
niður í miðjar hlíðar, hiti fór þó í 15
stig. Sólríkur þurrkdagur 27., hiti 21
stig, sama veður 28. Aðeins svalara
29. en sólar naut þó um stund, hiti 12
stig. Suðvestan kul og kafþykkt loft um
kvöldið. Allt hér regnvott að morgni
30. Það birti vel til með sólskini og 17
stiga hita. – Svo fagurlega kvaddi þessi
ljúfi góðviðrismánuður.
Júlí.
Hér rigndi drjúgt 1. júlí og hiti 14
stig. Ofsarok undir Eyjafjöllum og þar
rauk sandur og aska. Blíðviðri 2. og
gott skyggni á Vatnsnes og sést að ná-
grannar mínir þar eru komnir vel af
stað með heyskap. Hér er logn og
þurrt. Hlýr sólskinsdagur 3. og hiti 20
stig. Þokugrátt og regn 4., hiti 10 stig.
Alskýjað 5. og rigndi um morguninn,
hiti 12 stig. Þokuloft niður í miðjar
hlíðar um kvöldið. Leiðinda norð-