Húnavaka - 01.05.2011, Page 185
183H Ú N A V A K A
austan rok 7., hiti 11 stig, lygndi og
létti til undir kvöld. Norðan kólgugrár
8. og hiti 10 stig. Þoka hékk í miðjar
hlíðar kvölds og morgna. Sólskin
síðdegis 9. og hiti 16 stig. Sólskin og
stafalogn 10., hiti 16 stig, skúrir
síðdegis. Sólskin og þurrkur 12. og
13., hiti 18 og 17 stig. Sólskin og
þurrkur 14. og 15., hiti 16 og 24 stig.
Þó grúfði þoka að um nóttina og
bleytti úr henni. Svipað veður 16. og
17., hiti 17-18 stig. Þoka um nætur en
birti um daga 18.-19., hiti 17-18 stig.
Þegar ég tala um hitastig er það
hámark dagsins ef annað er ekki tekið
fram. Sólskin og norðan svali 20. og
hiti 16 stig. Enn þurrt 21. og hiti fór í
24 stig. Góðviðri, suðvestan átt 22.,
hiti 16 stig, smá dropar hér, skúrir
með Svínadalsfjalli. Sannkallaður
sólskinsdagur 23., hiti 21 stig, fagurt
sólarlag. Blíðviðri og skyggni til ystu
Stranda 24. og hiti 17 stig. Hægur
sunnan andvari 25., hiti 21 stig, glaða
sólskin. Austanátt segir veðurstofan
26. Þoka frá flóanum hylur Vatnsnestá,
tindar Strandafjalla sjást upp úr
þokunni, hiti 12 stig. Þoka grúfir yfir
27., hiti 11 stig, norðvestan andvari og
þoka heim að bæ um kvöldið. Þoka en
birti vel til 28., hiti 16 stig. Góður
þurrkur 29., sunnan gola, hiti 14 stig,
gerði skúr um kvöldið. Gerði fallega
dagmálaglennu 30., hiti 12 stig.
Lognværð og þoka heim að bæ um
kvöldið. Þoka enn að morgni 31. og
suddavott eftir nóttina, hiti fór þó í 11
stig. Logn og bleytir úr þoku um
kvöldið. Hagstæður flestum var þessi
hlýi mánuður.
Ágúst.
Sólbjartur og fagur heilsar 1. ágúst,
hiti 21 stig. Fagurt var um kvöldið
með hægum norðan andvara. Hlýr
regndagur 2. og hiti 20 stig. Það rigndi
drjúgt í logni. Þoka og suddi 3. og 4.,
hiti 11-16 stig. Góðviðri og sólskin 5.
og hiti 17 stig. Logn og blíða 6., hiti 16
stig og skúrir síðdegis. Góðviðrið hélst
7.-8. og hiti 19-21 stig þó þoka væri
um nætur og bleytti stundum úr henni.
Berjasprettu hef ég aldrei séð meiri
eða fyrr á ferðinni. Hef ég þó hvað
eftir annað frá 2004 haldið að meiri
berjagnægð sæi ég nú ekki. Andar við
Garðpartý í kvöldsólinni. Ljósm.: Ólafía Lár.