Húnavaka - 01.05.2011, Page 190
H Ú N A V A K A 188
hætti í hópnum í árslok 2007 og
Stefán Árnason kom inn í hann þegar
hann hóf störf sem byggingarfulltrúi í
ágúst 2007. Héðinn hætti síðla árs
2009 og kom þá Valgarður Hilmars-
son í hans stað. Hópurinn hélt hátt í
50 fundi auk annarra funda með
bæjarstjórn, bæjarráði, hönnuðum og
verktökum á framkvæmdatímanum.
Í byrjun var haldinn íbúafundur og
skoðaðir kostir þess að byggja inni-
eða útisundlaug. Var úttektin unnin í
samstarfi við Verkfræðistofuna Stoð á
Sauðárkróki. Bæjarstjórn ákvað svo á
fundi sínum þann 1. október 2007 að
byggja 25x8 metra sundlaug og fól
sundlaugarhópnum að hanna mann-
virkið í samvinnu við arkitekt hússins.
Þegar hönnun lá fyrir var haldinn
íbúa fundur í júní 2008 og fram-
kvæmdin kynnt. Fyrsti áfangi verksins,
sem var uppsteypa, var svo boðinn út
sumarið 2008 og var Stígandi lægst-
bjóðandi í verkið. Ákveðið var að
lengja fram kvæmdatímann haustið
2008 þegar efnahagskreppan gekk yfir
og lauk fyrsta áfanga í júní 2009.
Samið var við heimaverktaka um
annan áfanga og komu að því verki,
Stígandi, Rafþjónusta HP, Pípu-
lagnaverktak ar, N1 píparinn, Létti-
tækni, Vélsmiðja Alla, Maggi málari,
Jón og Kristján, málarar. Annar
áfangi fól í sér að inn rétta nýbygg-
ingarnar. Síðasti hluti verks ins var svo
endurgerð á eldri bún ingsklefum og
innrétting nýrra búningsklefa, flísa-
lagnir og frágangur á útisvæði. Þá var
lokið við frágang lóðar umhverfis
sundlaugina.
Byggingastjórar að verkinu hafa
verið tveir, þeir Þorgrímur Pálmason
hjá Stíganda og Stefán Árnason frá
Blönduósbæ.
Þá var keypt sérstakt klórfram-
leiðslu tæki og framleiðir það klórgas
og klórvatn til sótthreinsunar í stað
hefðbundins klórs og kolsýru. Mikill
rekstrarsparnaður hlýst af því að nýta
salt í stað klórs en tækið notar matar-
salt, vatn og rafmagn til að framleiða
klórgasið. Þá var einnig innleidd
nýjung í símælingu á vatni í lauginni
og stjórnun á sýrustigi vatnsins þar
sem í lauginni eru 4 klórkerfi og er
mælt frá hverju kerfi en auk þess er
Unnið við steypuvinnu á sundlaugarsvæðinu. Ljósm.: Ágúst Þór.