Húnavaka - 01.05.2011, Side 192
H Ú N A V A K A 190
er söngkeppni ungmenna, Blöndu-
hlaup USAH, vígsla nýju sundlaug-
arinnar og fjölskylduskemmtun á
Bæjartorginu. Þá komu Smaladreng-
irnir í heimsókn á mótorhjólafákum
sínum auk þess sem Buick Super
árgerð 1947 kom aftur á Blönduós
eftir 22 ára fjarveru er eigandi hans,
Evert Kr. Evertsson, kom akandi á
honum frá Reykjavík. Evert keypti
bílinn árið 2007 og er hann fjórði
eigandi bílsins frá því að hann var
seldur frá Blönduósi.
Upphaflega var Buickinn fluttur
inn árið 1948 og fékk númerið H-216
en hann var brúðkaupsgjöf til Óskars
Sövik og Solveigar Benediktsdóttur
Sövik frá bróður Óskars sem var
tannlæknir í Chicago. Bíllinn var
einungis ekinn 1 kílómeter við komuna
til landsins.
Um kvöldið var svo kvöldvaka í
Braut arhvammi í góðu veðri og var
afar góð þátttaka á henni og stórdans-
leikur á eftir með Sálinni hans Jóns
míns. Þá var opna Gámaþjónustu-
golfmótið haldið í Vatnahverfi.
Umhverfisviðurkenningar Menn-
ingar- og fegrunarnefndar voru veittar
og voru sem hér segir:
Auðunn Steinn Sigurðsson og M.
Berglind Björnsdóttir, Hólabraut 15,
fyrir fegursta garðinn.
Sigrún Jóney Björnsdóttir og Jó-
hannes Guðmundsson Blöndubyggð
6 og 6b, fyrir framkvæmdir til
fegrun ar.
N1 við Norðurlandsveg, viður-
kenning til fyrirtækis fyrir hreint
og snyrtilegt umhverfi.
Á sunnudeginum var opin sýn-
ing í Héraðsskjalasafninu á ljós-
myndum Björns Bergmanns,
dag skrá á Heimilisiðnaðarsafninu
og Haf ís setrinu með leiðsögn
Þórs Jakobs sonar.
Gengið var til sveitarstjórnar-
kosninga á Blönduósi laugar-
daginn 29. maí. Á kjörskrá voru
629, atkvæði greiddu 523, auðir
seðlar 47, ógildir seðlar 3, kjör sókn
var 83,1%. Í framboði voru tveir listar
og voru úrslit svo hljóðandi:
Listi fólksins (L) 253 atkv., 4 fulltrúa.
Sam fylk ing og félagshyggjufólk (S)
220 atkv., 3 fulltr.
Í bæjarstjórn voru eftirtaldir
kjörnir:
Af L-lista: Kári Kárason viðskipta-
fræðingur, Zophonías Ari Lárusson
verslunarmaður, Anna Margrét Sig-
urðardóttir kennari og Ágúst Þór
Braga son viðskiptafræðingur.
Af S-lista: Oddný M. Gunnarsdótt-
ir þjónustufulltrúi, Þórdís Erla Björns-
dóttir hársnyrtimeistari og Þórdís
Hauksdóttir sérkennari.
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar, þann
15. júní, var Ágúst Þór Bragason
kosinn forseti bæjarstjórnar og Arnar
Þór Svævarsson ráðinn bæjarstjóri. Í
bæjarráð voru kosin þau Kári Kára-
son formaður, Zophonías Ari Lárusson
og Oddný M. Gunnarsdóttir.
Ágúst Þór Bragason.
Evert Kr. og Solveig Sövik við Buick Super sem
Óskar og hún áttu. Myndin er tekin 10. júlí en
Solveig lést 29. júlí.