Húnavaka - 01.05.2011, Qupperneq 217
215H Ú N A V A K A
og tölvupósta. Safninu voru færðar til
varðveislu bækur Sigurgeirs Björns-
sonar Orrastöðum og gögn Sparisjóðs
Húnvetninga svo fátt eitt sé nefnt.
Skjalavörður fór á námskeið hjá
Þjóðskjalasafni Íslands í febrúar sem
stóð í tvo daga. Þar var fræðst um
afhendingu rafrænna gagna o.fl. Í
september var síðan haldinn tveggja
daga fundur á Höfn í Hornafirði,
ætlaður starfsmönnum Þjóðskjalasafns
og héraðsskjalasafna.
Við skráningu í Húnavöku 2009
var Vigdís Elva Þorgeirsdóttir Skaga-
strönd tilgreind sem afhendingaraðili
en átti að vera eigandi gagnanna,
Guðrún Þ. Guðmundsdóttir Reykja-
vík.
Árið 2010 afhentu 22 aðilar gögn
til safnsins og þakkar héraðs skjala-
vörður þeim fyrir. Eftirtaldir færðu
safninu skjöl og myndir árið 2010:
Kristófer Sverrisson Blönduósi, Auðunn
Sigurðsson Blönduósi, Guðjón E. Ólafs-
son Blönduósi, Valgarður Hilmarsson
Blönduósi, Erlendur Eysteinsson Blöndu-
ósi, Sigursteinn Bjarnason Stafni, Helga
Búadóttir Blönduósi, Sigurgeir Þorbjörns-
son Reykjavík, Sýslumannsembættið á
Blönduósi, Sigurjón Guðmundsson
Blöndu ósi, Signý Gunnlaugsdóttir Syðra-
Hóli, Bókasafn Austur Húnvetninga,
Þór hildur Ísberg Blönduósi, Gísli Gríms-
son Blönduósi, Hjördís Líndal Kópavogi,
Aðalbjörg Ingvarsdóttir Blönduósi, Guð-
rún Sæmundsen Reykjavík, Anna Kristín
Davíðsdóttir Blönduósi, Sigurður Hjálm-
ars son Blönduósi, Sigurlaug Markúsdóttir
Blönduósi og Gróa M. Lárusdóttir Brúsa-
stöðum.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Opnunardagar safnsins voru 164
og skráðir safngestir voru 2674 sem er
talsverð aukning frá fyrri árum. Auk
hefðbundinna útlána er safnið með
millisafnaþjónustu þar sem hægt er að
fá bækur frá öðrum bókasöfnum og
hafa bókasafnsgestir nýtt sér þessa
þjónustu mjög vel. Ýmsar skemmtileg-
ar uppákomur voru á safninu, eins og
bókamarkaður, upplestur fyrir börn
og kynningar á starfsemi safnins.
Útlán á árinu voru sem hér segir:
Útlán 2010 2009
Flokkabækur 2036 1439
Skáldverk 3197 2401
Barnabækur 1045 672
Önnur safngögn 270 255
Samtals 6548 4767
Skráð(keypt) aðföng
2010 2009
Flokkabækur 93 54
Skáldverk 85 63
Barnabækur 92 29
Önnur safngögn 6 1
Samtals 276 147
Mikið hefur verið keypt inn af
nýjum barnabókum til að endurnýja
þann hluta safnsins. Einnig kaupir
safnið fjölbreytt úrval af vinsælum
tímaritum, (Nýtt líf, Vikan, Gestgjaf-
inn, Lifandi vísindi, Hús og hýbýli,
Heima er bezt, Sagan öll o.fl.),
árbókum og kiljum. Mikið af gögnum
bókasafnsins er nú tölvuskráð og
komið inn á gegnir.is. Safnið er
nýkomið með áskrift að hlusta.is og
nú geta allir bókasafngestir fengið
lánaðar hljóðbækur.
Katharina A. Schneider, bókavörður.
FRÁ HEIMILISIÐNAÐARSAFNINU.
Á liðnu ári naut Heimilisiðnaðar-
safnið þess heiðurs að vera ásamt
Byggðasafninu í Glaumbæ og Nýlista-
safninu í Reykjavík tilnefnt til Íslensku