Húnavaka - 01.05.2011, Page 219
217H Ú N A V A K A
lista manns og Steinunnar Sigurðar-
dóttur, hönnuðar.
Að vanda var Íslenski safnadagur-
inn haldinn hátíðlegur með sérstakri
dagskrá í safninu. Sýnt var hvernig
tekið var ofanaf, kembt, spunnið og
prjónað. Einnig sýndur margs konar
útsaumur, heklað, gimbað og slegið í
vef. Svipuð dagskrá var á Húnavöku.
Þó nokkur rannsóknarvinna átti sér
stað í safninu á síðastliðnu ári. Ber þar
hæst rannsóknarvinna Karls Aspe-
lund sem vinnur að doktorsritgerð
sinni við Boston University um þjóð-
legan klæðnað íslenskra kvenna. Á ári
hverju sinnir safnið töluverðri
heimildarvinnu vegna margs konar
verkefna nemenda á efri skólastigum
en einnig fyrir ýmsa aðra fræðimenn.
Skólaheimsóknir grunnskólabarna
og annarra nemenda yfir vetrartímann
eru fastir liðir. Reynt er að sinna
þessum heimsóknum af alúð og veita
börnunum nokkra safnfræðslu um leið
og þau fá að spreyta sig á að kemba,
spinna og búa til þráð. Þá eru einnig
haldin stutt námskeið í safninu í
útsaumi, hekli og prjóni, auk nám-
skeiða í þjóðbúningasaumi sem haldin
eru af og til.
Á hverju ári er unnið að skráningu
á nýjum aðföngum en fjölmargir láta
í ljósi áhuga á að koma munum til
varðveislu í safninu. Þar sem geymslu-
rými er mjög takmarkað er ekki hægt
að taka við öllu.
Aðventustemningin nýtur mikilla
vinsælda en í þetta sinn heimsótti
Urður bókafélag safnið, kynnti útgáfu
sína og lesið var úr nýútkomnum bók-
um. Einnig söng Samkórinn Björk við
góðar undirtektir. Síðar á aðventunni
kynntu og lásu húnvetnskir höfundar
úr nýútkomnum bókum.
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður.
STARFSEMI SÝSLUMANNSINS
Á BLÖNDUÓSI.
Almennt.
Miklar sparnaðarráðstafanir voru
gerð ar í ríkisrekstri í framhaldi af
efna hagshruninu haustið 2008 og var
sýslumannsembættinu, á sama hátt og
öðrum stofnunum dómsmála ráðu-
neytisins, gert að skera verulega niður
rekstrarútgjöld en embættinu tókst að
halda sig innan fjárheimilda á árinu.
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður ásamt
safnvörðum sumarið 2010, þeim Elínu Ósk
Magnúsdóttur og Margréti Örnu
Vilhjálmsdóttur. Ljósm.: EIJ.
Við opnun sumarsýningar. Valgerður
Ágústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir
og Jóhanna Pálmadóttir. Ljósm.: Jón Sig.