Húnavaka - 01.05.2011, Page 222
H Ú N A V A K A 220
vera óþægilega lengi í umræðunni og
löngu tímabært að taka ákvörðun um
hvað gera skuli eða hvort eitthvað
skuli gert. Það er óþægilegt fyrir stofn-
anir og starfsmenn að hafa þetta
hangandi yfir misseri eftir misseri.
Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn.
VINIR KVENNASKÓLANS.
Á árinu var sett af stað vinna við
Minjastofu Kvennaskólans samkvæmt
markmiðum samtakanna að vernda
muni skólans. Árið 2009-2010 var
mikið unnið að endurbótum skóla-
hússins, bæði inni og úti. Stjórn sam-
takanna ákvað að taka þátt í endur-
bótunum með því að kosta málningu
á tveim herbergjum og viðgerðir á
baðstofu en í þeim vistarverum verður
skólaminjunum komið fyrir ásamt
myndum og sögulegum heimildum úr
starfi Kvennaskólans.
Ýmsir munir sem þola notkun eru
víðsvegar í húsinu og skapa það yfir-
bragð sem minnir á hlutverk Kvenna-
skóla hússins í fyrri tíð.
Ráðinn var hönnuður, Jón Þórisson
leikmyndateiknari, sem hefur mikla
reynslu af að setja upp sýningar.
Stjórnin og aðrir félagar og velunnarar
eru til taks og aðstoða við verkið í
sjálfboðavinnu. Sótt var um styrk til
Menningarráðs Norðurlands vestra
sem veitti kr. 400.000 til fyrsta hluta
verksins. Lionsklúbbur Blönduóss
færði Vinum Kvennaskólans styrk að
upphæð 180.000 krónur.
Í sumar barst samtökunum að gjöf
húsbúnaður og munir Elínar Briem.
Hún var skólastjóri Kvennaskóla Hún-
vetninga í 18 ár en þó ekki samfellt.
Hún var þjóðkunn, bæði sem skóla-
stjórnandi og vegna útgáfu Kvenna-
fræðarans sem var vinsæl heimilis-
handbók og mikið notuð af
hús mæðr um um allt land. Er vel við
hæfi að minningu Elínar sé haldið á
lofti í Húnavatnssýslu. Gefendur mun-
anna eru Helgi, Elín og Sigurlaug, af-
komendur Sæmundar Helgasonar,
fóstursonar Elínar, sem öll búa erlend-
is. Húsgögnin bárust því frá Þýskalandi
og voru flutt alla leið til Blönduóss á
kostnað gefendanna.
Ákveðið var að setja í forgangsröð
að búa um þessa muni og útbúa
kynningarspjöld í Elínarstofu sem
verður á efri hæð í húsinu. Í tilefni
þessarar viðbótar var aftur sótt um
styrk til Menningarráðs Norðurlands
vestra sem veitti styrk að upphæð kr.
500.000 til Elínarstofu.
Framundan er að ljúka áður greind-
um verkefnum og að smíða sýningar-
borð sem komið verður fyrir í einu
herbergjanna. Í borðunum verða við-
kvæmir munir og ýmislegt sem til-
heyrði skólastarfinu. Allt tekur þetta
sinn tíma en ef allt gengur að óskum
verður verkið fullunnið á haustdögum
2011. Þá tekur annað við.
Félagatalan hefur haldist í 200 og
er stjórnin þakklát öllum sem standa
með okkur að baki verkefninu. Allir
sem áhuga hafa á að styðja þetta góða
málefni eru velkomnir í samtökin
Vinir Kvennaskólans, sem félagar eða
styrktarfélagar eftir eigin vali.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir, formaður.
LANDSMÓT LÚÐRASVEITA
Í EYJUM.
Það voru kátir krakkar sem mættu
eldsnemma á föstudagsmorgni, 7.
maí, í rútuna hjá Tónlistarskóla A.-
Hún en leiðin lá á Landsmót lúðra-
sveita í Vestmannaeyjum sem átti
upphaflega að vera í október 2009 en