Húnavaka - 01.05.2011, Page 223
221H Ú N A V A K A
var frestað vegna veðurs fram í
maí 2010. Í ferðinni voru 26
nemendur úr Tónlistarskóla A.-
Hún, 6 fararstjórar og auð vitað
skólastjóri tónlistarskólans,
Skarphéðinn Einarsson.
Það var margt um manninn í
Þorlákshöfn enda um 800 börn
og unglingar sem voru á mótinu,
ásamt fararstjórum og kennurum
og því margir að fara á sama
tíma og við. Sumir fóru þó á
föstudagskvöldi til Eyja. Við
lent um í Vestmannaeyjum um
kl. 16 eftir góða sjóferð með Herjólfi,
enginn varð sjóveikur þar sem flestir
fengu sjóveikitöflur og svo var líka
gott í sjó inn og frábært veður. Byrjað
var á að koma sér fyrir í Hamarsskóla
og síðan gengu hópar á æfingastaði
sem voru víðs vegar um bæinn.
Krökkunum er skipt niður í hópa eftir
getu: gulan, rauðan, grænan, bláan
og slagverk.
Á föstudagskvöldinu var mótsetning
og skemmtun eftir kvöldmatinn og
það voru þreyttir krakkar sem fóru að
sofa það kvöld.
Laugardagurinn var tekinn snemma
og gengið alla leið uppí Höll í morg-
unmat. Síðan voru voru æfingar og
aft ur æfingar, inná milli var farið í
sund og bátsferð og síðan en ekki síst
á diskótek um kvöldið í Höllinni.
Lang ur en skemmtilegur dagur og
það voru þreyttir krakkar sem fóru
frekar snemma að sofa, miðað við
laug ardagskvöld, algjörlega búnir á
því.
Allir voru vaktir kl. 7 á sunnudags-
morgni, taka til, koma dótinu út á bíl,
morgunmatur uppí Höll, æfing,
hádegismatur uppí Höll og síðan
frábærir tónleikar í Íþróttahúsinu kl.
13. Þar spilaði hver sveit fyrir sig
nokk ur lög, þ.e. gul, rauð, græn, blá
og slagverk.
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa
því hve stoltur maður verður að sjá og
heyra hverju er hægt að koma í verk,
æfa, pússa og gera flott á þessum
stutta tíma. Alveg sama hvaða sveit
það var, svo flott og vel gert hjá þess-
um krökkum og stjórnendum þeirra.
Eftir tónleikana var auðvitað pizzu-
veisla og svo var farið um borð í
Herjólf. Það voru margir litlir og
þreyttir ein staklingar sem sofnuðu á
leiðinni í land. Ferðin gekk vel og
rútan beið okkar í Þorlákshöfn. Á
Blönduós vorum við komin um kl.
24.00.
Selma Svavarsdóttir.
FINNLANDSFERÐ
KARLAKÓRS
BÓLSTAÐARHLÍÐAR-
HREPPS VORIÐ 2009.
Þetta æfintýri hófst
fyrir níu árum síðan eða aldamótaárið
2000. Þá hélt kórinn í sína fyrstu
utanlandsreisu á karlakóramót í
Hönefoss í Noregi. Mót þessi er búið
að halda síðan um 1950, á þriggja ára
fresti, til skiptis í löndunum þremur;
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og svo
Á leið á Landsmót lúðrasveita.