Húnavaka - 01.05.2011, Page 225
223H Ú N A V A K A
ekkert hljóðfæri var á staðnum og
gekk illa að finna rétta tóninn. Síðan
tókum við æfingar um miðjan daginn
en makarnir fóru í óvissuferð.
Um kvöldið var síðan hápunktur
kóra mótsins í aðaltónleikahúsi bæjar-
ins Santi Lárentsiusar sal, það var afar
fallegur og fullkominn tónleikasalur
sem rúmar áreiðanlega upp undir
þúsund manns. Fjölmennt var á
tónleikunum og viðtökur mjög góðar.
Flestir kórarnir sungu hver um sig
fimm lög og síðan sameiginlega önnur
fimm lög. Við sungum undir stjórn
Sveins Árnasonar og við undirleik
Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Okkur
var vel fagnað og einkum gerði
trompetleikur Skarphéðins Einars-
sonar í laginu, Nú andar suðrið, mikla
lukku.
Allir kórarnir skiluðu sínu en mér
hafa alltaf fundist Finnarnir bestir.
Stjórnandi þeirra, Pía Hemminiki,
hefur verið með síðan við hófum þátt-
töku í þessum mótum.
Hátíðarkvöldverður var síðan á
öðrum stað og skemmtu kórarnir hver
öðrum fram á nótt. Þá um nóttina
kvöddu Finnarnir okkur því nú skyldi
haldið til Helsinki um hádegi morgun-
inn eftir.
Þegar til Helsinki kom keyrðum við
skoðunarferð um borgina, skoðuðum
Klettakirkjuna, sem er afar sérstök
bygging í miðri borg. Gistum síðan
næstu nótt á hótel Presedente, mjög
góðu hóteli.
Nú var kominn 15. júní. Við áttum
að syngja síðasta konsertinn á útisviði
eftir hádegið. En nú hafði skipt um
veður, komin dynjandi rigning og kalt
en allir aðrir dagar höfðu verið með
glampandi sól. Við sungum raunar
undir þaki en aumingja áheyrendurnir
höfðu ekkert afdrep og sem von var
urðu þeir næsta fáir. Vegna veðurs
fóru flestir á hótelið eftir tónleika og
hvíldu sig enda búin að vera ströng
dagskrá flesta daga.
Næsta morgun var aftur komin
glampandi sól og þá hefði verið fínt að
halda tónleikana því þá var torgið
sneisafullt af fólki. En nú var kominn
16. júní, brottför frá hóteli um miðjan
dag og um borð í glæsiferjuna Viking
Line því um nóttina skyldi siglt yfir til
Svíþjóðar. Um borð var síðan snæddur
lokakvöldverður ferðarinnar. Var það
glæsilegt hlaðborð.
Margir fóru ekki úr fötum þessa
nótt því siglingin um morguninn gegn-
um sænska skerjagarðinn verður öll um
ógleymanleg. Rúta beið okkar á hafn-
arbakkanum í Stokkhólmi og flutti
okkur beina leið að Arlanda flug velli.
Nú var komið að lokum á frá bærlega
velheppnaðri kórferð sem verður öllum
þátttakendum ógleyman leg.
Næsta kóramót þessara kóra verður
í Hönefoss í Noregi árið 2012.
Sigurjón Guðmundsson.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM
Starf tónlistarskólans hófst að venju
í lok ágúst en kennslan í byrjun
september. Í skólanum eru skráðir
164 nemendur til náms í vetur. Skiptist
það þannig á milli deilda: á Húna-
völlum eru 45, Blönduósi 71 og
Skagaströnd 48.
Breytingar urðu á kennaraliði
skólans en Kristín Kristjánsdóttir var
ráðin til starfa í haust. Kennir hún á
blásturshljóðfæri á Húnavöllum og
Blönduósi þar sem Hugrún Sif
Hallgrímsdóttir fór í fæðingarorlof í
byrjun september.
Kennarar við skólann að þessu
sinni eru: Benedikt Blöndal Lárusson,