Húnavaka - 01.05.2011, Page 232
H Ú N A V A K A 230
Búast má við svipaðri niðurstöðu
vegna reksturs yfirstandandi árs.
Litið til annarra þátta í starfseminni
þá hefur ótrúlega vel tekist til í rekstr-
inum. Þrátt fyrir miklar skipulags-
breytingar tel ég að Húnvetningar og
okkar skjólstæðingar hafi lítið orðið
varir við þær. Starfsfólk hefur lagt sig
fram og sinnt sínum störfum af mikilli
ósérhlífni og flestir þurft að hlaupa
hraðar fyrir lægri laun og lakari að-
búnað.
Valbjörn Steingrímsson, forstjóri.
ARION BANKI HF. BLÖNDUÓSI.
Varla er hægt að segja með sanni
að árið 2010 hafi verið árið þar sem
ró færðist yfir bankaheiminn nema
síður sé. Sjaldan eða aldrei hafa verið
eins miklar deilur um bankana og
starfsemi þeirra. Endurreisnin gengur
hægt en þó hefur Arion banki verið í
fararbroddi banka í landinu í lausnum
fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. Þó
mætti segja að hlutirnir gætu gengið
hraðar fyrir sig en vonandi verður
árið 2011 betra.
Landslagið breyttist hægt hvað
varðaði gengi krónunnar, lánsfé,
rekstrarfé og fleira en vonandi stendur
það til bóta á nýju ári. Þó hafa vextir
farið nokkuð hratt niður og hefur það
komið sér vel fyrir skuldara en inn-
lánseigendur eru ekki eins kátir með
þá þróun. Það fer sjaldnast saman,
lágir útlánsvextir og háir innláns-
vextir.
Umsvif útibúsins á Blönduósi hafa
staðið nokkuð í stað þrátt fyrir erfitt
ytra umhverfi og verður væntanlega
svipað næsta árið.
Rekstur.
Rekstrarafkoma útibúsins fyrir árið
liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað.
Útibúið hefur árlega úthlutað styrkjum
til félagasamtaka á starfssvæðinu til
eflingar á félagsstarfi í sýslunni, má
þar t.d. nefna Umf. Hvöt, Björgunar-
sveitina á Skagaströnd, Björgunar-
félagið Blöndu á Blönduósi, USAH.,
Golfklúbbana, Uppskeruhátíð bú-
greina sambandanna og fl.
Starfsmenn í árslok voru 7 talsins í
tæplega 7 stöðugildum.
Auðunn Steinn Sigurðsson, útibússtjóri.
LANDSVIRKJUN – BLÖNDUSTÖÐ.
Rekstur Blöndustöðvar gekk afar
vel og varð raforkuframleiðslan sú
önn ur mesta í röðinni frá upphafi, alls
840 GWst. Þess má geta að Blöndu-
stöð er hönnuð fyrir 720 GWst þannig
að þetta er tæpum 120 GWst yfir
hönnunargildi.
Ekki urðu breytingar á rekstrar-
fyrirkomulagi stöðvarinnar og stöðin
rekin á svipaðan hátt og fyrri ár.
Nokkrar breytingar urðu á manna-
haldi stöðvarinnar en þó er starfs-
mannaveltan lítil. Þrjár nýjar stúlkur
voru ráðnar tímabundið til starfa
vegna afleysinga og smábreytinga á
vinnutilhögun. Einn starfsmaður hélt
áfram í útrás á Grænlandi þar sem
hann vann við rekstur á nýju raforku-
virki rétt við Sisimiut á vesturströnd
Grænlands.
Veturinn var mildur og vatnsforð-
inn góður, reksturinn gekk vel að öllu
leyti. Ekki varð nein truflun á af-