Húnavaka - 01.05.2011, Page 238
H Ú N A V A K A 236
KIRKJUSTARF Í
ÞINGEYRAKLAUSTURS-
PRESTAKALLI.
Sérhvert ár er öðru frábrugðið en
kirkjan og starfið innan hennar er þó
með föstu sniði, með sitt helgihald á
helgum dögum kirkjuársins.
Kjarni er sem alltaf guðsþjónustur
á helgum og hátíðum í kirkjunum
fimm. Auk þess barna- og æskulýðs-
starf og aðrar samverustundir í kirkju,
í skóla og heimsóknir á sjúkrahús og
til sóknarbarna í bæ og sveit.
Samverustundir með sóknar nefnd-
um, kirkjugarðsstjórn, kirkjuverði,
organistum og kirkjukórum er einnig
þáttur í starfi sóknarprests.
Kórstarfið er veigamikill þáttur í lífi
og starfi kirkju og prests, það gengur
vel og er gott og gefandi fyrir alla sem
þar koma að.
Starfið í kirkjunni fylgir kirkjuárinu
sem hefst á aðventusamkomu fyrir
allar sóknirnar fimm í Þingeyra klaust-
ur sprestakalli. Aðventusamkoman er
vel sótt eins og alltaf þegar fólk kemur
saman á helgri aðventu og nýtur þess
að dregur að jólum.
Sem fyrr á aðventu sameinuðust
kirkjukórar prestakallsins í söng undir
stjórn organistanna. Börnin úr Húna-
vallaskóla og æskulýðsstarfi Blönduóss-
kirkju sungu. Auk þess skreytti tón-
listarflutningur barna úr tónlistarskóla
sýslunnar hátíðina og ljóðalestur
meðhjálpara Blönduósskirkju, Bene-
dikts Blöndals Lárussonar, sem
gjarnan hefur flutt frumsamin ljóð á
aðventuhátíð. Ræðumaður á aðventu
að þessu sinni var Kristín Árnadóttir
skólastjóri og djákni. Aðventuhátíð-
inni í kirkjunni lauk með samsöng og
kertaljósagöngu fermingarbarna.
Jólahátíðinni fylgir mikið annríki í
kirkjunni en líka góður og gefandi
tími þegar kirkjur eru vel sóttar og
allir í hátíðarskapi. Að þessu sinni
voru jafnframt settir á jólatónleikar
með þátttöku sóknarprests en hljóð-
færaleikarar, kórar og einsöngvarar
voru allt fólk úr sýslunni. Tónleikarnir
lukkuðust vel og voru fluttir bæði í
Blönduósskirkju og Hólaneskirkju.
Fermingar og páskar eru á sínum
stað í lífi fólks og ári kirkjunnar. Að
þessu sinni var fermt í fjórum af fimm
kirkjum prestakallsins, alls ellefu
börn.
Páskarnir eru ein af stórhátíðum
kirkjunnar og sá tími þegar kirkjur eru
vel sóttar. Á skírdag var messað á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi,
þar mætti sóknarprestur, organisti og
kórfélagar úr kirkjukór Blönduóss-
kirkju. Á skírdegi er messa með altaris-
göngu á baðstofulofti stofnunarinnar
og er þetta árlegur viðburður og
ómissandi þáttur í kirkjustarfinu.
Páskahelgihaldið, líkt og jólahelgi-
haldið, hefst ævinlega með guðs-
þjónustu á Heilbrigðisstofnuninni.
Föstudaginn langa var krossfestingu
frelsarans minnst í Blönduósskirkju og
lesið úr passíusálmum sr. Hallgríms
Péturssonar. Að þessu sinni las starfs-
fólk Arion banka á Blönduósi en
kirkjukórinn söng valda sálma á milli
lestra.
Árdegisguðsþjónusta, kl. 8:00 á
páska dagsmorgni, hefur verið fastur
þáttur í helgihaldi páskanna um langt
árabil. Seinna þennan dag voru einnig
guðsþjónustur á öðrum kirkjum
prestakallsins sem og guðsþjónustur
aðra daga páskanna.
Hjónavígslur voru tvær, ein í kirkju
og ein í heimahúsi. Skírnir á árinu
voru 21, ýmist í heimahúsi eða í
kirkju. Jarðarfarir voru alls átta.