Húnavaka - 01.05.2011, Page 252
H Ú N A V A K A 250
4. mars í Hólaneskirkju. Nemendur
5.-7. bekkja lásu fyrir áheyrendur og
dómnefnd. Er þessi hátíð undan-
keppni fyrir Framsagnarkeppni grunn-
skólanna í Húnavatnsþingi en þar
kepptu þrír efstu nemendur 7. bekkjar.
Fyrir hönd Höfðaskóla tóku þátt í
aðalkeppninni, sem haldin var í
Fellsborg 18. mars, þau Aldís Embla
Björnsdóttir, Aron Breki Hjartarson
og Ásdís Birta Árnadóttir. Fastir liðir
eins og Elínborgardagurinn, árshátíð,
grímuball, diskótek og fleira var á
sínum stað en nemendafélagið Rán
ber hitann og þungann af félagslífi
nemenda með góðri leiðsögn enda
rennur ágóðinn af þessum skemmt-
unum í ferðasjóð þeirra.
Nemendur 7. bekkjar fóru í skóla-
búðir í Reykjaskóla og nemendur 9.
bekkjar að Laugum í Sælingsdal. Þá
fór 10. bekkur í útskriftarferð um
Suðurlandið. Allar ferðirnar voru vel
heppnaðar og nemendur skólanum til
sóma.
Í lok kennslulotu hverrar greinar
fyrir sig eru yfirlitssýningar á vinnu
nemenda í list- og verkgreinum. Þetta
lotuskipta skipulag hefur nú fest sig í
sessi og er gaman að því hversu margir
foreldrar og skyldmenni leggja lykkju
á leið sína til að koma á þessar sýningar
og taka þátt í sigrum barnanna.
Síðustu tveir dagarnir á skólaárinu
kallast hér flipp- og útivistardagar. Á
útivistardeginum fóru yngri krakkarnir
í Kálfshamarsvík en eldri nemendurnir
gengu á Árbakkafjall. Þeir sem ekki
treystu sér í þessar ferðir spiluðu golf
þennan dag. Flippíþróttadagurinn
heppnaðist líka vel en þá keppa
nemendur í ýmsum óhefðbundnum
íþróttagreinum, s.s. stígvélakasti,
húlakeppni og vatnsdósabretti. Skóla
var svo slitið 28. maí við hátíðlega
athöfn þar sem nemendur skólans
tóku við vitnisburði sínum.
Í júní lagðist starfsfólk Höfðaskóla í
ferðalag og fetaði í fótspor Vestur-
Íslendinga. Flogið var beint til
Winnipeg og voru móttökur höfðing-
legar enda um að ræða fyrstu vél í
nýju áætlunarflugi. Nokkrir skólar
voru heimsóttir, þ.á. m. eini skólinn í
Norður-Ameríku sem kennir eingöngu
frumbyggjum þar sem mikil áhersla er
lögð á fortíð þeirra, menningu og siði.
Hópurinn heimsótti einnig Gimli,
eyjuna Heklu og fór suður til Norður-
Dakota. Skoðaðar voru Íslendinga-
byggðir á svæðinu og m.a. veitt aðstoð
við að flokka gamlar íslenskar bækur
fyrir Pembina County Historical
Museum.
Skóli var settur á ný þann 23. ágúst
í Hólaneskirkju. Sundkennsla er að
hausti og vori og þann tíma eru
nemendur með aðra stundatöflu. Alls
hófu 113 nemendur nám á haustönn.
Danskennslan var á sínum stað í
lok september og lauk að venju með
sýningu síðasta kennsludaginn. Dagur
íslenskrar tungu eða Elínborgar dagur-
inn, eins og hann er nefndur á Skaga-
Merki Höfðaskóla eftir Sigurbjörgu Kötlu
Valdimarsdóttur.