Húnavaka - 01.05.2011, Page 253
251H Ú N A V A K A
strönd, var haldinn í Fellsborg. Þá
komu nemendur fram og fluttu menn-
ingar- og hátíðardagskrá við góðar
við tökur gesta.
Jólamánuðurinn var frekar hefð-
bundinn með litlu jólum, jólaföndri
og jólasveinum og endaði með jóla-
graut og möndluverðlaunum.
Hildur Ingólfsdóttir, skólastjóri.
Leikskólinn Barnaból.
Að vanda var leikskólastarf afar
fjöl breytt. Á Barnabóli eru tvær deildir
með um 40 nemendur á aldrinum 1-6
ára. Starfsmannafjöldinn er svipaður
frá ári til árs og metn aður og alúð
lögð í fjöl breytt leikskólastarf og með-
vit und um mikilvægi þessara fyrstu
þroskaára og hve mikil áhrif gott leik-
skólastarf hefur fyrir framtíð ungra
einstakl inga.
Til að efla leikskólastarfið og
menntun starfsfólksins er reglulega
farið í kynnisferðir, á námskeið og
þing um leik skólamál. Um vorið fóru
starfsmenn í heimsókn í leikskólana í
Stykkishólmi og Grundarfirði sem var
bæði fróðlegt og gaman.
Á Barnabóli er unnið eftir kjör-
orðunum „Leyfðu mér að fást við það
- þá get ég það“ og „Verum vinir-
vertu með“. Einnig er unnið eftir hug-
takinu snemmtæk íhlutun sem skilar
sér í sterkari og jákvæðari sjálfsmynd
einstaklingsins.
Að venju fóru elstu nemendurnir í
þrjár heimsóknir í grunnskólann og í
þriggja daga vorskóla í maí. Nokkrir
nemendur úr 8.-10. bekk Höfðaskóla
voru hér í valáfanga í uppeldisfræði
sem Guðlaug og Lilja leikskólakennar-
ar skipulögðu en afar gott samstarf er
á milli leik- og grunnskólans um
marga þætti skólasamfélagsins í leik
og starfi.
Árlegir atburðir og hefðir áttu sinn
sess; útileikskólanám, útskriftarferð
elstu nemenda, danskennsla, sveita-
ferð, farið í berjamó og uppskeru störf-
um sinnt, farið á leikrit, heimsóknir í
fyrirtæki og stofnanir, þorrablót, karni-
valganga í júní, bakaðar piparkökur í
upphafi aðventu, fyrir utan allar
skoðunar- og vettvangsferðir.
Á árlegum hátíðisdegi íslenskra
leikskóla, 6. febrúar, opnuðu nemend-
ur listsýningu í Landsbankanum undir
kjörorðunum; „Hafið, fjaran, ég og
fjölskyldan mín“ sem tókst vel og á
nýju skólaári í september var tekið
upp áhersluþemað: „Náttúra, tónlist
og heimspeki“ sem verður unnið með
fram í september 2011.
Foreldra-, afa- og ömmukaffi voru
á árinu og foreldrum einnig boðið í
súpu og brauð á árlegri skammdegis-
hátíð í nóvember.
Foreldrafundir leikskólans eru nú í
hádeginu sem hefur gefist vel og er
foreldrum boðið í létt hádegissnarl
meðan á fundi stendur.
Í haust, þegar vinnan við nýja
þemað var komin á fullt skrið, rak á
Sigurvegarar í framsagnarkeppni 7. bekkjar.
Aldís Embla Björnsdóttir, Aron Breki
Hjartarson og Ásdís Birta Árnadóttir
Ljósm.: Árni Geir.