Húnavaka - 01.05.2011, Page 257
255H Ú N A V A K A
þessum tímamótum. Þar var lýst kjöri
tveggja fyrstu heiðursfélaga klúbbsins,
þeirra Hjördísar Sigurðardóttur og
Jóns Ólafs Ívarssonar. Einnig sæmdi
fulltrúi GSÍ þau Adolf H. Berndsen,
Dagnýju Sigmarsdóttur og Ingiberg
Guðmundsson gullmerki GSÍ.
Á afmælishátíðinni voru til sýnis
drög að nýjum teigskiltum sem sett
verða upp fyrir næsta golfsumar.
Félagar í klúbbnum eru alls um 40.
Rekstur níu holu golfvallar er erfiður
fyrir svo fámennan klúbb og því var
það ánægjulegt þegar Minningarsjóð-
ur inn um hjónin frá Garði og Vindhæli
styrkti veglega rekstur klúbbsins vorið
2010. Einnig hefur klúbburinn notið
velvildar sveitarfélagsins á margan
hátt sem og fleiri aðila.
Ingibergur Guðmundsson, formaður.
Rauða kross deild Skagastrandar.
Bókaðir stjórnarfundir voru sex og
var aðalfundur haldinn 23. febrúar.
Fatasöfnunin gekk vel og greinilegt er
að margir gefa Rauða krossinum fatnað
því fjölmörg bretti voru send suður til
flokkunar og úthlutunar. 112 dagurinn
var 11. febrúar og tóku við bragðsaðilar;
sjúkrabíll, björgunar sveit, slökkviliðsbíll
og lögreglan, saman höndum, heimsóttu
leikskólann Barnaból og Höfðaskóla og
leyfðu krökkunum að skoða bílana sem
vakti mikla lukku.
Aðalfundur Rauða kross Íslands
var haldinn 15. maí í Reykjavík og
sóttu tveir fulltrúar deildarinnar þann
fund. Deildanámskeið var haldið á
Sauðárkróki í maí og fór einn fulltrúi
deildarinnar á það námskeið.
Ungmennastarf deildarinnar gaf
út fréttabréf í apríl sem farið var með
í öll hús. Hinn 1. maí ár hvert er
haldinn fatamarkaður og vöfflukaffi
og eins var þetta árið. Fatamarkaðurinn
gekk vonum framar, margir gestir
komu og gerðu góð kaup.
Á árinu voru þrír sem sinntu því
góða og mikilvæga starfi að vera
heimsóknarvinir. Sumarbúðir ung-
mennahreyfingar Rauða krossins voru
á Löngumýri í Skagafirði og fóru tvö
ungmenni í þær á síðasta ári. Gengið
var til góðs 2. október og gekk sú
söfnun vel.
Fjórir tómbóluhópar komu til
deild arinnar með peninga sem þeir
höfðu safnað fyrir ýmis verkefni Rauða
krossins.
Neyðaraðstoð var veitt fjöl skyldum
og einstaklingum fyrir jólin í samvinnu
við Félags- og skólaþjónustu A-Hún.
Alls bárust 15 beiðnir og var orðið við
þeim öllum.
Rauðakrossdeildin er ekki stór en
verkefnin mikilvæg og öll vinnan er
unnin í sjálfboðastarfi.
Sigrún Líndal Þrastardóttir, formaður.
Lionsklúbbur Skagastrandar.
Starfsárið var með hefðbundnu
sniði og mánaðarlegir fundir haldnir
þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Í
mars fóru Lionsfélagar og makar í
fræðslu og menningarferð á
Eyjafjarðarsvæðið og gistu eina nótt. Í
ferðinni var bjórverksmiðjan Kaldi
skoðuð, snætt á veitingahúsinu
Strikinu og farið í leikhús.
Lítið var um að vera yfir
sumarmánuðina eins og hjá flestum
Lionsklúbbum en á haustin fer
starfsemin á fullt aftur. Gert var átak í
september til að kynna Lions-
hreyfinguna og klúbbinn sem hefur
skilað sér í fleiri félögum. Í lok október
var farið á Sviðamessu hjá Lionsklúbbi
Blönduóss í Dalsmynni.