Húnavaka - 01.05.2011, Page 258
H Ú N A V A K A 256
Svæðisfundur var haldin á Blöndu-
ósi í nóvember. Þar komu saman
fulltrúar Lionsklúbba úr Skagafirði og
Húnaflóa til skrafs og ráðagerða.
Aðalfjáröflunarleiðin okkar er
verkun á tindabikkju. Í nóvember var
farið að undirbúa verkunina og
hráefni fengið af togara og bátum.
Klúbb félagar börðuðu um 500 kg af
tindabikkju og tókst verkunin vel. Að
skötunni var gerður góður rómur í
skötuveislunni á Þorláksmessu. Sam-
hliða skötuveislunni þá buðu Lions-
félagar upp á sykursýkismælingar sem
hluta af alþjóðlegri baráttu Lions
gegn sykursýki. Mældir voru 186
íbúar og þurftu 2-3 að fara í frekari
athugun hjá lækni í kjölfarið.
Umsjónarmenn voru Sigríður
Stefánsdóttir hjúkrunar fræðingur og
ritari klúbbsins, Halldór G. Ólafsson.
Þess má geta að þetta er í þriðja sinn
sem Lionsklúbburinn býður upp á
þessar mælingar.
Í byrjun aðventu voru „heldri“
borg urum á Skagaströnd færðar
jólastjörnur að gjöf og barnajólaball
var haldið annan jóladag. Þar var
boðið upp á kaffi, kakó með rjóma og
tertu, börnin fá Svala og eitthvað frá
jólasveinunum sem láta sig aldrei
vanta á hátíðina.
Eins og allir Lionsklúbbar þá styrkt-
um við samfélagsleg verkefni og ein-
staklinga, bæði innanlands og erlendis.
Má þar nefna fórnalömb jarðskjálfta-
hamfara á Haití, Medica Alert,
Orkesta Norgen 2010, Höfðaskóla í
tilefni 70 ára afmælis, hreyfihamlaðan
einstakling til að gera honum lífið
bærilegra og ýmislegt fleira.
Í nóvember fengu klúbbfélagar
frábæran fyrirlestur frá dr. Þorsteini
Sæmundssyni á Náttúrustofu Norður-
lands vestra en hann fjallaði um
hvítabirni sem komu á Þverárfjall og
Hraun ásamt ýmsum almennum
fróðleik um þá.
Guðmundur Finnbogason, formaður.
Björgunarsveitin Strönd.
Árið var í meðallagi hvað varðar
útköll og aðstoðarbeiðnir hjá sveitinni.
Útköll og aðstoðarbeiðnir voru alls 13
en þar af tvö útköll F1 Rauður sem er
mesti forgangur. Fyrra útkallið var
vegna bíls sem talið var að hefði farið
niður um ís á Svínavatni og það síðara
var þegar sviffallhlífarkappi fótbrotn-
aði í Spákonufelli. Annað voru smærri
útköll og aðstoð vegna veðurs og þess
háttar, ef undan er talin leit að
gangnamanni í Skagaheiði sem sveitir
úr Húnavatnsýslum og Skagafirði
tóku þátt í.
Lítið var um sameiginlegar æfingar
þetta árið en þó voru tvær slíkar og
báðar á sjó, þyrlubjörgunaræfing á
Blönduósi og bátaæfing á Hvamms-
tanga.
Vinnukvöld og fundir voru 62
talsins og er þar með talin vinna
vegna undirbúnings sjómannadagsins
en sveitin sér alfarið um allt er að hon-
um lýtur. Einnig er í þessu öll vinna
vegna flugeldasölu og flugeldasýning-
Kátir Lionsfélagar við skötuverkun.
Ljósm.: Árni Geir.