Húnavaka - 01.05.2011, Síða 264
H Ú N A V A K A 262
Valtýs Guðmundssonar á Skagaströnd.
Yfirskriftin var ,,Nokkur brot úr sögu
samskipta Íslands við erlend ríki. Til
upprifjunar fyrir pólitíska umræðu.“
Spurt var hvað sagnfræðin leggi af
mörkum þegar taka þarf afstöðu til
spurninga eins og þeirrar hvort það sé
Íslandi í hag að ganga í Evrópu sam-
bandið. Framsögumenn voru sagn-
fræð ingarnir Anna Agnarsdóttir,
Helgi Þorláksson, Jón Þ. Þór, Ragn-
heiður Kristjánsdóttir, Unnur Birna
Karlsdóttir og Lára Magnúsardóttir.
Oddný Eir Ævarsdóttir var fundarstjóri
og í lokin stýrði Ármann Jakobsson
almennum umræðum. Mæting var
góð og sýndi að forsendur eru góðar
fyrir því að halda málþing um fræðileg
málefni á Skagaströnd.
Þann 13. júní heimsótti Karl
Aspelund doktorsnemi við Boston-
háskóla Fræðasetrið. Hann sagði frá
og las upp úr ferðalýsingum Banda-
ríkjamannsins S.S. Howland sem
heimsótti Ísland á ofanverðri 19. öld.
Hann kallaði erindi sitt „Norðlending-
ar þessir standa í öllu langtum fram-
ar...“. Erindið var með eindæmum
skemmti legt og verður í minnum
haft.
Fræðasetrið efndi til málþings 12.
september sem nefndist „Framtíð Jóns
Sigurðssonar – karlar á stalli og
ímynda sköpun“. Rætt var með hvaða
hætti minningin um Jón forseta sem
leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðis barátt-
unni varð til og mótaðist í íslensku
samfélagi á fyrstu áratugunum eftir
andlát hans – og hvernig hugmyndinni
um hetjuna er beitt á ýmsan hátt enn
í dag. Tilefnið var að á árinu 2011 eru
200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar
sem verður fagnað með ýmsum hætti
um allt land og væntanleg útgáfa
bókar um þjóðhetjuna sem Páll Björn-
sson ritar. Frummælendur á málþing-
inu voru Sigurður Gylfi Magnússon,
Páll Björnsson og Guðmundur Hálf-
danarson sagnfræðingar og Jón Karl
Helgason, bókmenntafræðingur. Gest-
ir komu víða að og húsfyllir í Bjarma-
nesi. Á meðal gesta var Sólveig Péturs-
dóttir, formaður afmælisnefndar Jóns
Sigurðssonar. Finnbogi Hermannsson
hljóðritaði málþingið sem var síðar
flutt í útvarpi í tveimur hlutum.
Rannís og Háskóli Íslands stóðu
fyrir Vísindakaffi í Kántrýbæ 23.
september. Þar sagði Soffía Guðný
Guðmundsdóttir verkefnisstjóri frá
víðtæku samstarfsverkefni að frum-
kvæði Fræðasetursins um stafrænt
hljóðskjalasafn. Tilgangur verkefnisins
er varðveisla munnlegra heimilda og
opinn aðgangur að þeim á netinu.
Samstarfsaðilar Fræðasetursins eru
Ísmús/Músík og saga ehf., Tónlistar-
safn Íslands, Miðstöð munnlegrar
sögu, Árnastofnun og Landsbókasafn.
Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður.
Kántrýdagar.
Kántrýdagar voru haldnir helgina
13.-15. ágúst og tókust með miklum
ágætum. Veður var afar gott, koppa-
logn, gekk á með sólarglennum og
hlýj um rigningarskúrum í 15 til 20
gráðu hita. Að vanda voru götur, hús
og garðar skreyttar með frumlegum
og skemmtilegum hætti.
Á föstudeginum bauð yngsti ald-
urshópurinn upp á opið hús á Kofa-
völlum og þar skemmti brúðubíllinn.
Um kvöldið var boðið til súpu í hátíð-
artjaldinu og ýmis tónlistaratriði. Síð-
ar um kvöldið var kveiktur varðeldur
og við hann sungið fram undir mið-
nætti.
Margt var gert til skemmtunar á