Húnavaka - 01.05.2011, Page 266
H Ú N A V A K A 264
skemmtanahaldi dagsins. Skemmt un
sjómannadagsins lauk svo með dúndr-
andi dansleik í félags heimilinu.
Djásn og dúllerí.
Á sumarmánuðum var opnað
gallerí í kjallara gamla Kaupfélagsins
á Skagaströnd. Auk sumaropnunar
var flóamarkaðsdagur í september og
jólamarkaður allar helgar í nóvember
og desember. Fyrir framtakinu stóðu
Björk Sveinsdóttir, Signý Ósk Richter
og Birna Sveinsdóttir. Í galleríinu var
til sölu fjölbreytt úrval handverks og
listmuna um 30 heimamanna. Einnig
var selt eingirni og efni í ströngum í
kílóa- en ekki metratali eins og vaninn
er. Þá voru í galleríinu sölusýningar á
málverkum og ljósmyndum.
Menningarráð úthlutar styrkjum
til Skagastrandar.
Menningarráð Norðurlands vestra
úthlutaði tvisvar styrkjum á árinu, í
fyrra sinn, þann 22. apríl, alls 15,3
milljónum króna í verkefnastyrki. Á
meðal þeirra voru sex aðilar á Skaga-
strönd.
• Sveitarfélagið Skagaströnd fékk
150.000 króna styrk til að halda ráðstefnu
um sögu pólitískra samskipta Íslands við
önn ur ríki í samvinnu við Fræðasetur Há-
skóla Íslands á Skagaströnd.
• Sveitarfélagið Skagaströnd fékk einnig
150.000 króna styrk til að halda
ljósmyndasýningu utanhúss sumarið 2010.
• Kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd
fékk 200.000 króna styrk til að halda
gospeltónleika.
• Elías Björn Árnason fékk 150.000
króna styrk til að gefa út geisladisk með
undirleik við öll lög í sálmabók barnanna.
• Menningarfélagið Spákonuarfur fékk
150.000 króna styrk til að gefa út sögu
Þórdísar spákonu.
• Nes listamiðstöð fékk 100.000 króna
styrk til að halda myndlistarsýningu.
• Sigurður Sigurðarson, áhugaljós mynd-
ari, fékk 100.000 króna styrk til að halda
ljós mynd sýningu
Í október hlaut 51 aðili á Norðurlandi
vestra verkefnastyrk að fjárhæð 17,5 millj-
ónir króna. Til aðila á Skagaströnd runnu
eftir farandi styrkir:
• Menningarfélagið Spákonuarfur hlaut
1,2 milljónir króna til að setja upp sýningu
til að varðveita minningu Þórdísar spákonu
og verða miðstöð spádóma á landinu.
• Kántrýbær hlaut 1,0 milljón króna til
að setja upp kántrýsetur með sýningu um
sögu og tónlist kántrýkóngsins og um sveita-
tónlist almennt, íslenska og ameríska.
• Fræðasetur Háskóla Íslands á Norður-
landi vestra hlaut 500 þúsund krónur til að
hefja það verkefni að koma gömlum segul-
bandsupptökum á varanlegt form, skrá upp-
lýsingarnar sem þar eru og gera þær að-
gengilegar almenningi.
• Nes listamiðstöðin hlaut 400 þúsund
krónur í verkefnastyrki fyrir listamenn.
• Sveitarfélagið Skagaströnd hlaut 200
þúsund krónur til að standa fyrir yfirlits-
sýningu á verkum listmálarans Sveinbjörns
H. Blöndal.
• Línudansaklúbbur Skagastrandar hlaut
200 þúsund króna styrk til að standa fyrir
línu dansahátíð sumarið 2011.
Galleríið Djásn og dúllerí í kjallara gamla
Kaupfélagsins.