Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 6
6 Lögmannablaðið Þegar nálgaðist aðventu fór Mörður að hugsa til jólahátíðar og áramóta. Ævinlega á þessum tíma ársins íhugaði hann lífshlaup sitt og við ára- mót strengdi hann þess fögur heit að nú yrði tekinn upp nýr og betri lífsstíll. Hann hét þess árlega að leysa út árskortið hjá Jónínu Johnson og að neysluvísitala sín í mat og drykk skyldi nú þróast í rétta átt. Á skrifstofunni voru annir á þessum tíma, dómarar landsins kepptust við að klára sína dóma fyrir áramótin og þau fáu mál sem Mörð- ur luntaðist með fyrir dómstóla voru gjarnan flutt munnlega á þessum tíma. Málflutningurinn hafði aldrei heillað Mörð sérstaklega ,,ég er maður sátta – því betri er mögur sátt en feitur dómur“ sagði Mörður gjarnan á góðri stund. Hann hefði raunar aldrei skilið rökfræðina í þessu spakmæli því alla jafna var betri feit sátt en magur dómur. En Mörður vildi sem sé helst vera á sínum kontór að snudda við pappíra eins og hann orðaði það, frekar en að fljúgast á í dómsölum. En nú var það eitthvað sem angraði hið ann- álaða jafnaðargeð Marðar. Lífshlaup hans fyllti brátt tugina fimm og ósjálfrátt hvarflaði hugur- inn til þess hvernig tekist hefði til í samanburði við aðra á svipuðu reki. Honum var hugsað til félaganna úr Gaggó Vest, þeir höfðu flestir spjar- að sig og þeir hvað best sem minnst höfðu lært. Úr lagadeildinni minntist hann fjörugra félaga sem sópað hafði að. Hvar voru nú þessir strák- ar? Smám saman rifjaðist upp fyrir Merði að fyrir utan einstaka framsóknarmann höfðu Lagadeild- arfélagarnir forðum ýmist verið andlitshærðir úlpumenn, sem seldu Neistann, blað Æskulýðs- fylkingarinnar, fyrir utan Ríkið, ellegar slétt- greidd bindismenni sem lofuðu hina frjálsu sam- keppni og afneituðu hinni dauðu hönd ríkis- valdsins í löngu máli í ræðu sem á riti. Þegar Mörður fór að setja það niður fyrir sér hvar félagarnir væru nú niðurkomnir varð hann klumsa. Svo virtist sem að Neistasölumennirnir hefðu helst orðið harðsvíraðir praktíserandi lög- menn sem rökuðu saman fé og keyrðu jeppa. Þeir sem afneituðu hvað harðast hinni dauðu hönd hins opinbera höfðu á hinn bóginn flestir gengið ríkisvaldinu á hönd og hittust nú helst á sellufundum hjá BHMR fyrir utan einn og einn ríkisrekinn lögmann. Gat þetta verið? Hvar voru hugsjónirnar og staðfestan hjá þessum mönnum. Mörður sá jafnvel ekki betur en að einn af hin- um forðum félagslega þenkjandi skólabræðrum sínum stæði í ströngu við að fá ónefnd góðgerðarsamtök borin út úr húsi sínu fyrir jólin. Mörður hafði aldrei verið gefinn fyrir mikið hugsjónatal enda hafði lítið farið fyrir honum í lagadeildinni á sínum tíma innan um öll gáfu- mennin. Hann hafði fyrst og fremst átt samleið í deildinni með bóndasonum héðan og þaðan af landinu sem undu sér oftast við taflmennsku og vísugerð en forðuðust daglegar málfundaæfing- ar. Mörður tefldi enn, og á góðri stund átti hann það til að kasta fram kviðlingi. Hann sá því að hugsjónirnar höfðu ekki yfirgefið hann og að hann var að mestu sami Mörðurinn og fylgdist með álengdar þegar skólabræður hans slógust fyrir utan Natófundinn á Sögu forðum daga. Eftir því sem Mörður íhugaði þetta allt betur sannfærðist hann um að það sannaðist á skóla- félögum hans að æðri hugsjónir og lífsgildi væru jafnan eitthvað sem einstakir menn teldu ágætt að gilti fyrir einhverja aðra en sjálfa sig. Honum virtist að eftir því sem að árin liðu kæmi betur og betur í ljós að það væri sama hversu hátt menn töluðu, það hugsaði hver um sig. Mörður leit út um gluggann, það var fagurt út að líta og jólin nálguðust. Merði varð hugsað til móður sinnar og það heyrðist í útvarpinu: ,,Jóla- stimplarnir og jólavasarnir frá Kúnígúnd eru komnir“. Þá kom andinn yfir Mörð og hann kvað: Á heiðskírum degi er himinninn blár. Það hressir jafnt fátæka og ríka. Brátt fæðist Jesús, jatan er klár og jólastimplarnir líka. Mörður var ánægður með sig og hringdi í Flosa, gamlan skólafélaga, sem enn var fulltrúi sýslumanns fyrir austan fjall. Þeir hlógu dátt af rímsnilld Marðar og ákváðu að hittast um jólin og taka eina skák eða svo. Það var glaður Mörð- ur sem rölti út í rökkrið og ákvað að koma við hjá móður sinni í smákökubakstrinum. Fyrir eyr- um hans hljómaði: ,,ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.“ Af Merði lögmanni tilvistarspurningar á aðventu

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.