Lögmannablaðið - 01.12.2001, Page 20

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Page 20
1. Inngangur Hinn 11. desember nk. eru90 ár síðan Málflutnings-mannafélag Íslands, síðar Lögmannafélag Íslands, var stofn- að. Af því tilefni óskaði stjórn fé- lagsins eftir því að ég tæki saman yfirlit um sögu félagsins. Mun ágrip af sögunni birtast í 4. hefti Tímarits lögfræðinga á þessu ári. Ber að skoða þetta greinarkorn fyrir Lög- mannablaðið sem tilraun til að draga saman efni þeirrar greinar í mjög stuttu máli. 2. Aðdragandinn að stofnun Málflutnings- mannafélags Íslands Þegar upphaf íslenskrar lögmanna- stéttar ber á góma vilja sumir hver- fa aftur til Alþingis á árinu 1012 til málaferlanna í kjölfar Njálsbrennu: Flosi mun hafa verið talinn eiga sér fáar málsbætur og þurfti atbeina lögfróðra manna. Bjarni segir: „Eyjólfur heitir maður og er Böl- verksson. Hann er mestur lögmað- ur í Vestfirðingafjórðungi og mun þurfa að gefa honum til fé mikið ef honum skal verða komið í málið en þó munum vér ekki að því fara.“ Sem kunnugt er tók Eyjólfur málaleitaninni illa þar til þeir sýndu honum hringinn og „(h)ringurinn var svo góður og mikill og vel ger að hann tók tólf hundruð mórend“. Féllst Eyjólfur að lokum á að veita fulltingi sitt við málareksturinn. Hefur Eyjólfur Böl- verksson vegna þessarar frásagnar stundum verið talinn með fyrstu lögmönnum Íslands. Ekki verður hér dæmt um ágæti þeirrar sagn- fræði. Nær sanni er þó líklega að rekja upphaf íslenskrar stéttar lögmanna til 19. aldar og málflutningsmanna þeirra sem settir voru málflutnings- menn við Landsyfirdóminn. Illa gekk í upphafi að koma málflutn- ingi fyrir dóminum í viðunandi horf. Var t.d. algengt að fengnir væri ólöglærðir ungir menntamenn sem bjuggu í Reykjavík til að flytja mál þar. Meðal slíkra var listaskáld- ið góða Jónas Hallgrímsson. Það var síðan árið 1858 að brugðið var á það ráð að setja sérstaka mál- flutningsmenn við réttinn sem skyldu hafa einkarétt til málflutn- ings þar. Fyrstu mennirnir til að gegna þessum störfum voru þeir Hermann Elías Jónsson (Johnsson) (1825- 1894) síðar sýslumaður í Rangárvallasýslu og Jón Guð- mundsson (1807 – 1875), þá m.a. ritstjóri Þjóðólfs. Ýmsir menn áttu eftir að gegna þessum störfum sem síðar urðu þjóðþekktir. Meðal þeir- ra var Einar Benediktsson. Hann 20 Lögmannablaðið Davíð Þór Björgvinsson prófessor: Lögmannafélag Íslands 90 ára Málflutningsmennirnir Eggert Claessen, fyrsti formaður félagsins og Sveinn Björnsson, fyrsti ritari þess og síðar formaður, í fyrsta málflutningi fyrir Hæstarétti Íslands 16. febrúar árið 1920. Málflutningur fyrir Hæstarétti Íslands 16. febrúar árið 1920.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.