Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 22
3. Starfsemi félagsins
Þess er vitaskuld enginn kostur að
fjalla að ráði um starfsemi félagsins
í 90 ár í svo stuttri grein. Hlýtur slík
greinargerð eðli málsins sam-
kvæmt að verða mjög almenn.
Fyrstu áratugina starfaði félagið
mjög í anda þeirra markmiða sem
stofnendur þess settu sér. Verður af
heimildum ráðið að mestur tími fé-
lagsstarfsins fór í að vinna að sér-
stökum hagsmunamálum málflutn-
ingsmanna í víðum skilningi, en
auk þess sem snemma fer að bera
á tilhneigingu til að líta á félagið
sem vettvang til að fjalla um
ágreining milli félagsmanna og
kvartanir viðskiptavina vegna
framferðis einstakra málflutnings-
manna, þótt lagalegur grundvöllur
þeirrar starfsemi hafi ekki verið
jafn skýr og síðar átti eftir að verða.
Merk tímamót verða á árinu 1936
með gildistöku laga um meðferð
einkamála í héraði, en þá var fé-
lagsins fyrst getið í lögum. Þar kom
fram í 63. gr. að stjórnendur félags-
skapar löggiltra máflutningsmanna
gætu áminnt einstaka félagsmenn
og gert þeim að greiða sektir fyrir
framferði sitt í starfi er telja mætti
stéttinni ósamboðið. Var þetta í
fyrsta skipti sem félaginu voru fal-
in opinber stjórnsýslustörf.
Ein mikilvægustu tímamótin í
sögu félagsins verða með gildis-
töku laga um málflytjendur nr.
61/1942. Með þeim lögum voru í
fyrsta skipti sett heildarlög um mál-
flytjendur á Íslandi. Ástæða er til
að geta um tvennt í lögum þessum
sem sögulega þýðingu hefur. Í
fyrsta lagi er vert að nefna sérstak-
lega 7. gr. laganna þar sem mælt
var svo fyrir, að héraðsdóms- og
hæstaréttarlögmenn skyldu hafa
með sér félag. Samkvæmt þessu
var nú mælt fyrir um skylduaðild
allra þeirra sem fengið höfðu mál-
flutningsleyfi að lögmannafélaginu,
en nafni félagsins var um þetta
leyti breytt í Lögmannafélag Ís-
lands. Þá var í ákvæðinu gert ráð
fyrir að dómsmálaráðherra staðfesti
samþykktir félagsins. Í öðru lagi
ber að nefna opinber hlutverk fé-
lagsins samkvæmt 8. gr. Þannig
skyldi stjórnin samkvæmt 1. mgr.
8. gr. hafa úrskurðarvald um end-
urgjald fyrir málflutningsstarf, ef
ágreiningur um það var borinn
undir hana. Þá hafði stjórnin sam-
kvæmt 3. mgr. 8. gr. úrskurðarvald
um það hvort lögmenn hafi við
framkvæmd lögmannsstarfa sýnt af
þér framferði er telja megi stéttinni
ósamboðið. Samkvæmt 4. mgr. 8.
gr. voru úrskurðir stjórnarinnar í
þessum málaflokkum kæranlegir til
Hæstaréttar. Þetta jafngilti því að
stjórn félagsins var í raun sérdóm-
stóll á fyrsta dómstigi í þessum
málaflokkum. Gat stjórnin enn-
fremur veitt einstökum félags-
mönnum áminningu eða beitt sekt-
argerðum eða gert tillögu um
sviptingu lögmannsréttinda, sbr.
t.d. 11. gr. Með nokkrum rétti má
segja að félagið hafi þar með orð-
ið hluti af stjórnkerfi ríkisins og að
nokkru háð ríkisvaldinu um skipu-
lag sitt og starfsemi.
Þess hefði mátt vænt að laga-
22 Lögmannablaðið
Úr gamalli gjaldskrá Málflutningsmannafélags Íslands.