Lögmannablaðið - 01.03.2007, Page 6

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Page 6
 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 Í byrjun desember s.l. ritaði stjórn Lögmannafélagsins bréf til ráðuneytis- stjóra dóms- og fjármálaráðuneyta þar sem gerðar voru verulegar athuga- semdir við forsendur fjárlaga við mat á útgjöldum til opinberrar réttaraðstoð- ar og til greiðslu málskostnaðar í opin- berum málum. Bent var á að heild- arfjárveiting til dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins vegna dómsmála næmi rétt um 1.524 milljónum króna, en undir þennan útgjaldaþátt ráðuneytis- ins falla fjárliðir eins og Hæstiréttur Íslands, héraðsdómstólar, málskostn- aður í opinberum málum, opinber réttaraðstoð, bætur til brotaþola og Persónuvernd. Fjárveiting til þessa málaflokks er nánast óbreytt að raun- gildi frá fjárlögum fyrir árið 2006, en í skýringum með fjárlagafrumvarpinu kemur m.a. fram að Dóms- og kirkju- málaráðuneytið hefði á undanförnum árum haft málskostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð til skoðunar vegna útgjalda umfram áætl- anir fjárlaga. Fjölgun dómsmála og aukið umfang Stjórn félagsins benti í bréfi sínu á að niðurstaða fjárlaga væri sérstaklega athyglisverð í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á fjölgun og umfangi saka- mála undanfarin ár. Vísað var til þess að fyrstu sex mánuði ársins 2006 hefðu 1.464 ákærur verið teknar til meðferð- ar hjá héraðsdómstólum landsins sem væri umtalsvert fleiri mál en á sam- svarandi tímabili áranna 1998 – 2005, auk þess sem stærri og flóknari saka- málum hefði fjölgað. Í ljósi þessarar þróunar yrði að telja óraunhæft að gera ráð fyrir nánast óbreyttum útgjöldum til umræddra málaflokka í fjárlögum ársins 2007. Þessi niðurstaða væri reyndar enn fráleitari þegar haft væri í huga að útgjöld til annarra málaflokka dómsmálaráðuneytisins, svo sem til löggæslu og öryggismála, væru aukin um rúmlega 44% á sama tíma, en þessi hækkun væri m.a rökstudd með vísun til hækkunar launa og verðlags milli ára. Áhrif launa- og verðlagsbreytinga Í bréfi sínu benti stjórn félagsins á, að gefnu tilefni, að auk hækkunar á kostnaði sem óhjákvæmilega fylgir fjölgun ákærumála og aukins umfangs þeirra, yrði við gerð fjárhagsáætlana að taka tillit til hækkunar málskostnaðar í opinberum málum út frá launa- og verðlagsbreytingum milli ára, enda færi stærstur hluti málsvarnarlauna til greiðslu á rekstri lögmannsstofa og launum til lögmanna. Hið sama ætti við um áætlun útgjalda vegna opin- berrar réttaraðstoðar, sem aukist hefðu hratt á undanförnum árum, bæði vegna fjölgunar mála sem lögum sam- kvæmt sæta gjafsókn eða gjafvörn og þeirra mála sem falla undir almenna gjafsóknarheimild vegna bágrar fjár- hagsstöðu málsaðila. Stjórnvöld standi undir skuldbindingum sínum Með bréfinu vildi stjórnin koma þeirri ábendingu á framfæri við ráðuneyti dóms- og fjármála, að þeim forsend- um sem lagðar væru til grundvallar í fjárlögum ár hvert yrði breytt, þannig að þær endurspegluðu raunverulega stöðu þessa málaflokks hverju sinni. Það væri einlæg von stjórnar félagsins að hið stóraukna fjármagn sem veitt væri til löggæslu og öryggismála sam- kvæmt fjárlögum ársins 2007 skilaði sér í færri ákærumálum í framtíðinni og drægi úr álagi á dómstóla lands- ins. Jafnframt að aukin velferð í sam- félaginu drægi úr þörf fyrir opinbera réttaraðstoð. En á meðan málafjöldi fyrir dómstólum landsins sýndi annan veruleika, yrðu stjórnvöld að standa undir þeim skuldbindum sem þau hefðu tekið á sig, m.a. með greiðslu málskostnaðar í opinberum málum og opinberri réttaraðstoð og standa þann- ig undir einum af hornsteinum rétt- arríkisins. Útgjöld til réttaraðstoðar og málskostnaðar í opinberum málum Bréf LMFÍ t­il st­jórnvalda

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.