Lögmannablaðið - 01.03.2007, Side 14
1 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007
Þetta eru niðurstöður könnunar sem
Lögmannablaðið lét gera í janúar
síðastliðnum meðal lögmanna á lög-
mannsstofum. Allir lögmenn sem eru
starfandi á lögmannsstofum, jafnt eig-
endur og fulltrúar, samtals 411 að tölu,
fengu spurningarnar sendar rafrænt.
Tryggt var að svörin væru órekjanleg
en áður voru spurningarnar lagðar fyrir
Samkeppniseftirlitið. Þetta er í fyrsta
skipti sem slík könnun á rekstrarfyr-
irkomulagi og starfsaðstæðum lög-
manna er gerð á Íslandi. Svarhlutfallið
var 62,53% sem telst gott og er svip-
að og í samsvarandi könnunum lög-
mannafélaganna í Svíþjóð og Noregi.
Af 164 lögmönnum sem starfa á lög-
mannsstofum þar sem rekstrarfyr-
irkomulagið er sameiginlegur rekstur
eða sameiginlegt skrifstofuhald (regn-
hlíf ) eru 108 á stofum með fimm eða
fleiri lögmönnum. Það samsvarar 42%
allra lögmanna á lögmannsstofum
en 23% þeirra starfa á stórum stof-
um með tíu eða fleiri lögmönnum. Á
litlum lögmannsstofum með tveimur
til fjórum lögmönnum er hlutfallið
22%. Fimmti hver lögmaður er svo
einyrki án fulltrúa.
Eigendur og fulltrúar
Átta af hverjum tíu lögmönnum á
lögmannsstofum eru sjálfstætt starf-
andi, þ.e. eigendur. Lang flestir þeirra
sem hafa starfað lengur en í tíu ár
eru eigendur en 35% þeirra sem eru
með innan við fimm ára starfsreynslu.
Athygli vekur að hlutfallslega fleiri
karlar en konur eru eigendur sem
kann að skýrast af því að konur eru
hlutfallslega fleiri í yngri aldursflokk-
um og með styttri starfsaldur.
Þegar rætt er um starfsreynslu er átt
við þann tíma sem viðkomandi hefur
verið í lögmennsku. Eins og gefur að
skilja eru fulltrúar almennt yngri og
með minni starfsreynslu en sjálfstætt
starfandi lögmenn. Þannig eru full-
trúar 46% þeirra sem eru í aldurs-
hópnum 25-39 ára og 63% þeirra eru
með innan við 5 ára starfsreynslu. Þar
sem ekki hefur áður verið gerð könn-
un sem þessi eru samanburðartölur
ekki fyrir hendi. Þó má sjá á félagatali
að hlutfall fulltrúa hækkaði úr 10% af
heildarfjölda félagsmanna árið 2002 í
14% árið 2007. Á sama tíma fækk-
aði sjálfstætt starfandi lögmönnum,
þ.e. eigendum, úr 56% í 46% félags-
manna. Þróunin virðist því vera sú að
um leið og lögmannsstofur stækka þá
fjölgi fulltrúum en það er svipuð þróun
og á sér stað í Noregi og Danmörku.
Í Noregi eru 3% norskra lögmanns-
stofa stórar með tíu eða fleiri lögmenn
en þar starfa hins vegar rúmlega 40%
allra norskra lögmanna.
Rekstrarfyrirkomulag lög-
mannsstofa
Síðustu ár hafa lögmannsstofur stækk-
að og lögmenn sameinað rekstur sinn.
Samkvæmt könnuninni er þó ákveð-
inn kynslóðamunur þar sem eldri
lögmenn og þeir sem eru með meiri
starfsreynslu starfa frekar sem einyrkj-
ar heldur en yngri lögmenn.
Rúmur helmingur svarenda starfar á
lögmannsstofu þar sem tveir eða fleiri
LÖGMENN Á LÖGMANNSSTOFUM
Um 42% lögmanna starfa á lögmannsstofum með fleiri en fimm lögmönnum og 20% lögmanna eru einyrkjar. Þeir
sem hafa unnið lengur en í tíu ár eru flestir sjálfstætt starfandi og helmingur þeirra er með sameiginlegan rekstur
ásamt öðrum lögmönnum. 64% lögmanna tekur tímagjald á bilinu 10.000 til 13.900 krónur (án vsk.) en tæplega
20% taka 14.000 til 17.900 kr. Hlutfallslega fleiri lögmenn yfir sextugt eru með 6.000 til 10.000 króna tímagjald
en þeir sem yngri eru. Yngri lögmenn telja sig selja út hærra hlutfall af heildarvinnustundum en eldri lögmenn
og þeir markaðssetja sig eða lögmannsstofu sína frekar. Yngri lögmenn starfa einnig frekar á lögmannsstofum þar
sem tveir eða fleiri lögmenn eru með sameiginlegan rekstur en þeir sem þar starfa selja hlutfallslega út flesta tíma.
Lögmenn voru spurðir um hvort
þeir væru sjálfstætt starfandi eða
fulltrúar, hve lengi þeir hefðu starfað
sem lögmenn og um aldur og kyn.
Einnig hvort þeir störfuðu á stofu
þar sem lögmenn væru með sameig
inlegan rekstur, með sameiginlegt
skrifstofuhald eða einyrkjar.
Spurt var um stærð stofunnar og
almennt um sérhæfingu. Á sama
hátt var spurt um það hvort lög
mannsstofan markaðssetti sig gagn
vart ákveðnum markhópum.
Spurt var um gjald fyrir útseldan
tíma án vsk, um vinnutíma á viku
og hlutfall útseldra tíma af heild
arvinnutíma.
Eins var spurt um hvort þóknun
væri reiknuð á grundvelli hagsmuna
og þá helst í hvaða málaflokkum að
frátöldum innheimtum.
Spurningarnar
Könnun Lögmannablaðsins: