Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 19 Á dögunum breytti Morgunblaðið út af venju sinni og birti með eldgosafyrirsögn á forsíðu umfjöllun um mildun Hæstaréttar á dómi héraðsdóms í ákveðnu kynferðisbrotamáli. Það sem var enn óvenjulegra, var að myndir af þeim dómurum sem kváðu upp dóminn voru einnig birtar á forsíðunni. Það er afar mikilvægt fyrir hlutleysi dómstóla að persónur dóm- endanna sjálfra séu ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum með þessum hætti. Það dregur úr slagkrafti eðlilegrar og gagnrýnnar lögfræðilegar umræðu um niðurstöðu dómstóla og beinir kastljósinu í aðrar áttir. Taka verð- ur tillit til þess að dómurum verður ekki vikið úr starfi nema með dómi. Það hefur engan heilbrigðan tilgang að freista þess að ýfa upp almenningsálitið gegn per- sónum dómendanna með þeim hætti sem gert var í Formannspist­ill Helgi Jóhannesson hrl. umrætt sinn. Umræða um persónur dómendanna eiga heima á þeim tímapunkti þegar verið er að velja þá til starfa en ekki síðar. Eftir það eru það dómstól- arnir sem stofnanir sem tjá sig í dómsniðurstöðum sínum en ekki á persónulegum forsendum dómend- anna sjálfra. Nýlega hefur einnig verið umfjöllun um nafnlaust bréf um íslenskt réttarfar og dómstóla. Allir fjölmiðlar landsins hafa fallið í þá gryfju að fjalla of mikið um bréfið og gera því of hátt undir höfði. Eins mikilvæg og opinská umræða um þau mál sem tæpt var á í bréf- inu er, þá á ekki að virða nafnlaus bréf með öðrum hætti en t.d. nafnlaus sjónarmið á bloggsíðum eða í ómerktum dreifiritum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.