Lögmannablaðið - 01.03.2007, Side 24

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Side 24
2 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 Árshátíð Undanfarið hefur undirbúningur árshátíðar LMFÍ stað- ið yfir en svarfdælsku hetjurnar í skemmtisveitinni „Hundur í óskilum“ munu bregða sér ríðandi yfir Helju og Héraðsvötn, í gegnum Þverárdal, Línakradal og Laxárdal, með viðkomu á Eiríksstöðum í Dölum. Þeir munu enda í Reykjavíkurhreppi og skemmta lögmönnum og fylgdarliði þeirra í Lídó sem er staðsett í Þingholtunum en ekki í París. Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi. Á síðustu árshátíð mætti Mörður lögmaður og hlaut ómælda athygli „veikara kynsins“ enda sjarmatröll mikið. Enn er ekki vitað hvort hann ætlar að mæta nú en síð- ast sást til hans á skákmóti LMFÍ sem var endurvakið af Þyrnirósarsvefni frá því á ofanverðri síðustu öld. Námskeið vorannar Eins og venjulega hafa námskeið vorannar gengið vel fyrir sig. Félagsdeild auglýsti sjö námskeið en búið er að fresta námskeiði um Höfundarétt til hausts. Það stóð til að hefja önnina með námskeiðinu Ný lög um peningaþvætti en því var frestað um sinn. Námskeiðið Áfrýjun og flutningur einkamáls fyrir Hæstarétti var afar vel sótt en 30 manns fóru á það. Eyjafjallajökull Aðsókn í ferð félagsdeildar á Eyjafjallajökul er gríðarlega góð en stefnt er að því að fara í byrjun júní. Hópurinn hefur nú þegar hafið æfingar og gengið einu sinni upp á Esju Það er Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur sem ætlar að leiða hópinn örugglega yfir sprunginn jökulinn. Miðlarinn Á heimasíðu LMFÍ hefur verið opnað upplýsingatorg fyrir lögmenn þar sem þeir geta auglýst skrifstofuhúsnæði til leigu/óskast eða ef þeir óska eftir fulltrúum til starfa. Eyrún Ingadóttir Frét­t­ir frá félagsdeild Þjónustan er veitt undir tenglinum Fyrir lögmenn en þar eru einnig upplýsingar um félagsdeild, Lögmannalista, Félag kvenna í lögmennsku og fleira. Heimsóknir á heimasíðu LMFÍ Heimsíða LMFÍ var endurnýjuð á síðasta ári og óhætt er að segja að árangurinn sé glæsilegur. Samkvæmt mælingu heimsóttu 21.119 heimasíðuna í janúar sem er met en þess má geta að í janúar 2006 voru heimsóknirnar 9.500. Til samanburðar heimsóttu rúmlega 17.000 heimasíðu VR í janúar sl. sem er með tugi þúsunda félaga. Það er mjög algengt að þegar nafn lögmanns er slegið upp á leitarvél int- ernetsins þá komi upp skráning hans á Lögmannalistanum. Menn eru hvattir til að slá upp nöfn sín og sjá hvaða upp- lýsingar koma. Æfingagöngur á Esjuna eru þegar byrjaðar. Ánægður hópur hjá hinum fræga steini sem markmiðið er að ganga að á einni klukkustund. F.v. Eyrún Ingadóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Benedikt Ólafsson.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.