Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 27 Samkvæmt umræddri lögmannatil- skipun gildir að eðlilegt er að líta svo á að lögmaður hafi öðlast nauðsynlega hæfni til þess að fá fulla inngöngu í starfsgrein lögmanna í gistiríkinu, hafi hann starfað reglubundið og með virk- um hætti í þrjú ár í réttarkerfi þess ríkis, en einnig er heimilt að sannreyna þekkingu umsækjanda þrátt fyrir að hann hafi ekki starfað í réttarkerfi gistiríkisins í full þrjú ár. Lögmannatilskipun þessi var innleidd í íslenskan rétt með reglugerð 896/2004, „um rétt lögmanna frá öðru EES-ríki til að veita þjónustu hér á landi“. Sam- kvæmt reglugerðinni getur lögmaður sem hefur starfsréttindi í öðru EES- ríki veitt lögmannsþjónustu hér á landi undir starfsheiti heimalands síns, tilkynni hann Dómsmálaráðuneytinu að hann óski eftir skráningu hér á landi. Einnig er kveðið á um heimildir erlendra lögmanna til að fá íslensk lög- mannsréttindi. Frjálst flæði þjónustu Í þjónustutilskipuninni kemur fram að aðildarríkjunum beri að virða rétt þjónustuveitanda til þess að stunda starfsemi í öðru ríki en þar sem hann hefur staðfestu og ber að tryggja frjálst og óheft aðgengi hans. Í stuttu máli má segja að aðildarríkjunum sé ekki heimilt að setja takmarkanir af neinu tagi á þjónustuveitanda frá öðru aðild- arríki nema af sérstökum ástæðum en slíkum takmörkunum hefur fækkað mikið frá því sem var. Í 17. grein þjónustutilskipunarinnar er talin upp sú þjónusta sem undanskilin er ákvæðunum um frjálst flæði. Meðal þess eru atriði sem heyra undir til- skipun 77/249/EEC „um að auðvelda lögmönnum að neyta réttar til að veita þjónustu“. Fallið hafa fjölmargir dómar Evrópudómstólsins um túlkun þeirr- ar lögmannatilskipunar, sjá t.d. dóm í máli C-294/89. Samkvæmt umræddri lögmannatilskipun hefur lögmað- ur sem aflað hefur sér starfsréttinda í heimalandi rétt til að stunda þjón- ustustarfsemi í öðru aðildarríki, ef hann notar starfsheiti sitt á máli þess aðildarríkis sem hann hefur starfsrétt- indi frá. Lögmaður skal tilgreina fag- félagið sem hann tilheyrir eða dómstól sem hann hefur rétt til að mæta fyrir. Í tilskipuninni eru einnig ákvæði sem heimila takmarkanir varðandi mæt- ingu og vörn skjólstæðings fyrir rétti auk heimildar til að kefjast sönnunar um menntun og hæfi viðkomandi lög- manns. Reglugerð nr. 648/2005 „um rétt lög- manna frá öðru EES-ríki til að veita tímabundna þjónustu hér á landi“ inn- leiðir þessa lögmannatilskipun. Þar kemur m.a. fram að lögmaður frá öðru EES-ríki sem hyggst starfa á Íslandi skal tilkynna það Dómsmálaráðuneytinu. Lögmaðurinn skal einnig leggja fram gögn sem m.a. sanna að hann hafi réttindi í heimalandi og starfsábyrgð- artryggingu. Samþætting þjónustutil- skipunarinnar og annarra reglna um lögmenn Ákvæði tilskipana um lögmenn, ásamt tilskipun 2005/36/EC „um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírtein- um“, ganga framar ákvæðum þjón- ustutilskipunarinnar ef ákvæðum ber ekki saman. Þar sem ákvæði þjónustu- tilskipunarinnar verða taldar almenn- ar reglur (lex generalis) á móti hinum fyrrgreindu tilskipunum (lex specialis), munu ákvæði þjónustutilskipunarinn- ar sem ekki eru andstæð þeim sérstöku reglum um lögmenn sem greint var frá, væntanlega taka til þjónustustarf- semi lögmanna. Ákvæði þjónustutilskipunarinnar sem einfalda og minnka takmarkanir við frelsi til staðfestu í öðru aðildarríki, myndu væntanlega vera ákvæði sem ættu við um lögmenn sem hyggðust staðfesta sig í öðru aðildarríki. Hið sama ætti að gilda um reglur þjón- ustutilskipunarinnar um einföldun stjórnsýslu, upplýsingamiðlun (sjá t.d. það sem áður sagði um skyldu til að upplýsa um verð) og stjórnsýslulega samvinnu stofnana, svo framarlega sem ekki gildi sérreglur annarra tilskip- anna. Sem dæmi má nefna að ákvæð- in um auðvelt aðgengi að stjórnvaldi gætu átt við þegar erlendur lögmaður hyggst skrá sig á Íslandi. Lokaorð Þjónustutilskipunin hefur það að markmiði að auka millilandaverslun með þjónustuviðskipti, þar á meðal lögfræðiþjónustu og stuðla þannig að aukinni samkeppni milli Evrópuríkja. Auðveldara verður að veita þjónustu yfir landamæri og að fá staðfestu í öðru aðildarríki. Einstaklingar og lögaðilar í EES ríkj- um munu eiga auðveldara með að kaupa þjónustu af erlendum aðilum og réttur kaupanda verður efldur. EES lögmönnum er nú gert auðveldara að bjóða þjónustu sína hér á landi og hið sama gildir um íslenska lögmenn í aðildarríkjum EES. Við hæfi er að enda þetta stutta yfirlit á orðum Charlie McCreevy sem fer með málefni þjónustu í framkvæmdastjórn ESB en hann hefur sagt að þjónustu- tilskipunin sé nauðsynlegt skref í þá átt að efla innri markað með þjónustu og þá sérstaklega hvað varðar lögvernd- aðar starfsgreinar, þar sem þjónusta sérfræðinga sé mjög mikilvæg fyrir atvinnu og efnahag ríkja. Þannig leiði aukin samkeppni í þjónustu, ásamt tryggingu fyrir gæðum hennar, til meiri hagsældar fyrir alla.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.