Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 6

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Page 6
Glæsilegur maður í 100% jólaskapi Á aðfangadag jóla var blessuð blíða, logn og 8° hiti, mann­ skapurinn í só lskins skapi . Strætin troðfull af fólki framan af degi, annar hver maður með cigar, hver búð yfirfull, allir hlaðnir bögglum og pinklum. Krakkarnir að sálast úr eftir­ væntingu; Kvenfó lk ið með eldhús áhyggjur. Ég labba ofan í bæ kl. 14.00. Ég er uppskveraður í dökkbláum fötum, hvítri skyrtu, með nýjan Royal Stetson, brúnan á höfði, brúnan yfirfrakka, gula hanzka, svarta blankandi skó, nýþvegið hár , nývaskaðan skrokk; glæsi legur maður í 100% jólaskapi! Jú satt er það, úti er mögnuð jólastemmning. Maður magnast við það eitt að sjá svipinn á fólkinu og fartina á því. Þvílíkur svipur, en sú fart! Og svo blessuð jólalyktin. Í hverri nýlenduvöru­ og kjötverzlun mætir angan hið heimsfræga Hólsfjalla hangikjöt. Ja, það er nú kjöt í lagi. Ef Lundúnabúar hefðu það á jólunum, myndu þeir fá krafta í kögglana og e i t thvað a f h inu í s l enzka andríki. Ég geng Vestur götuna. Það er nú gata. Hvarvetna mæti ég kunn ingjum og nágrönnum. Sæll og bless, sæll og blessaður, sæl og bless. Gleðileg jól! Gleðileg jól! GLEÐILEG JÓL! Þéttir eins og útgerðarmenn V e s t u r b æ i n g a r e r u a l v e g prýðilegir menn. Ég nálgast miðbæinn. Þar fer ég að sjá Austurbæinga. Jú sko, það hefir hækkað á þeim brúnin. Allsstaðar ber að líta margskonar jóla­ skraut. Umferðin er stór kostleg. Bílar, menn, reiðhjól, mótorhjól. Þarna sé ég hilla undir þreklegan mann, er það ekki Baldur Þ.? Ó jú, sá er maðurinn; í sömu holdum og áður, „lún“ einsog fyrri daginn. „Mér þykir span á þér“, segi ég, um leið og ég vippa mér fimlega fram fyrir hann með leikni, sem ég tileinkaði mér í kappliði KR. Hann svarar lakónist. „Finnst þér það“ og munnleikur jólavindil sinn einsog amerískur business maður. Við stoppum við búðar­ glugga, horfum á glingrið en horfum þó ekki á það. „Nei annars, ég má ekki vera að þessu“, segir hann, „ég þarf að flýta mér“. „Komdu í einn rúnt“ segi ég og byrja að tala um ástandið í Palestínu! Þar er jú skytterí uppá hvern dag, eftir því sem blöð og útvarp segja og víst aldrei meir en um jólin. Nú og svo hljóðar guðspjall dagsins einmitt upp á Palestínu, um 6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Á léttum nótum Friðarjólin 1945 Ásgeir magnússon.Þórður björnsson. Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er varðveitt afar merkilegt einka skjalasafn Þórðar Björnssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa og ríkis saksóknara (1916­1993). Á haustdögum hélt safnið sýningu á lífi og störfum Þórðar en í einkaskjalasafninu eru fágætar ferðabækur, ljósmyndir og ýmis persónuleg bréf. Þórður Björnsson lauk stúdentsprófi frá MR árið 1935 og embættisprófi í lögfræði 1940. Árið 1945­1946 dvaldi hann í Englandi og á Norðurlöndum til að kynna sér réttarfar í opinberum málum og lögreglustjórn en hann hafði starfað sem fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1941. Meðal bréfa sem Þórður fékk til London er eitt frá æskufélaga hans, og síðar samstarfsmanni, Ásgeiri Magnússyni fyrrverandi sakaskrárritara (1914­1987). Ásgeir lauk stúdentsprófi frá MR 1935 og starfaði síðan hjá Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar til 1961 er hann varð starfsmaður hjá saksóknara ríkisins. Því starfi gegndi hann til 1975 er hann varð að hætta vegna sjóndepru. Í bréfinu lýsir Ásgeir því hvernig hann eyddi aðfangadegi og jólanótt í Reykjavík fyrstu friðarjólin 1945.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.