Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 7
fjárhirðina sem sáu stjörnur (eða stjörnu). Við göngum einn góðan rúnt. Fólk gerist hátíð­ legra, fartur á því eykst. Baldur gerist órólegur og á Landsbanka­ horninu kemur Gylfi dósent í fangið á okkur og spyr Baldur hvort hann sé að fara heim. Og þeir fara heim, báðir þéttir á velli eins og útgerðarmenn. Jólailmurinn – Ég tek stefnu á höfnina. Þar er sérstök angan ,eplailmur og appelsínu, jú svei mér þá. Þarna liggja mörg skip og sum stór, t.d. Buntline Hitch og Span Splice bæði 7000 tonna skip, sem Eimskip hefur á leigu og sigla á Ameríku (USA) – Margir menn við vinnu. Margir vörubílar, það syngur í bómunum, þegar híft er. Rafmagnsspilin kveða sínar sérkennilegu stemmur. Skips­ menn dyt ta að skipunum. Stýrimenn líta eftir verki. Alltaf koma fleiri epla­ og appelsínu­ kassar upp. Stemmningin á uppfyllingunni er glimrandi. Karlarnir raula, strákarnir flissa, það glymur í gearum bílanna, mótortíkurnar hneggja. Senn eru jólin komin og hvíldin. Þarna liggur vinalegt danskt skip, S/S „Anne“, með jóla­ trésfarm og sláttuvélar. Þarna eru togarar ísl. og erlendir, þarna er kolaskip; útá legunni er stórt olíuskip og þarna liggur botnskafan gamla og mokar skít upp úr höfninni. – aftur berst að vitum mínum blessaður jóla­ i lmurinn þ.e . sambland af hangikjöts­ jólatrés­ epla­ og a p p e l s í n u a n g a n . É g s i g l i Tryggva götuna heim. Það er lokað hjá Stínu Dalsted, það sé ég. Enn er trafíkk í Fiskhöllinni. Smiðirnir á Hamri hafa lagt frá sér hamra og bora, sleggjur og logsuðutæki. Smiðjan er þögul. Slippurinn er þögull. ­ Heima bíður blessaður jólamaturinn og jólagjafir, vinir og skyldmenni, mitt fólk. Jólanótt Jólanótt. Úti er tunglskin og 3° hiti á Celsíus. Jörð er auð sjór sléttur; þýður andvari strýkst um gluggann og flytur með sér fögnuð og frið og svolítið af jalúsíi úr austurbænum í garð hinna hamingjusömu Vestur­

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.