Lögmannablaðið - 01.12.2009, Side 12

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Side 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2009 Þreföldun laganema á sex árum Lagakennsla á Íslandi hófst með stofnun Lagaskólans árið 1908 sem varð hluti af Háskóla Íslands árið 1911. Næstu 90 árin sá Háskóli Íslands um lagakennsluna en haustið 2001 hóf Háskólinn á Bifröst kennslu í við­ skiptalögfræði og árið 2006 útskrifuðust þaðan fyrstu nemendurnir með meist­ arapróf í lögum. Háskólinn í Reykjavík fylgdi í kjölfarið, stofnaði lagadeild haustið 2002 og útskrifaði sína fyrstu meistaranema árið 2007. Fjórði há­ skólinn til að bjóða upp á laganám var Háskólinn á Akureyri árið 2003 en hann útskrifaði fyrstu meistaranemana árið 2008. Í ár útskrifuðust 157 með BA/BS gráðu og 143 með meistaragráðu en áður var algengt að milli 40­50 kand­ ídatar útskrifuðust úr lögfræði frá laga­ deild Háskóla Íslands. Þess má geta að í Finnlandi útskrifast að meðaltali 450 kandídatar með meistaragráðu á ári en Finnar eru 17 sinnum fleiri en Íslend­ ingar. Í Noregi útskrifast að meðaltali milli 700­800 kandídatar, sex sinnum fleiri en á Íslandi, en Norðmenn eru 14 sinnum fleiri en Íslendingar. Breytingar til góðs? Þegar frumvarp um lögmenn var lagt fram á Alþingi árið 2003, þar sem ákvæði var m.a. að finna um að lög fræðingar sem vildu verða lögmenn gætu útskrifast úr fleiri háskólum en Háskóla Íslands, urðu talsverðar umræður meðal lög fræðinga og háskólakennara. Gagnrýnt var að ekki væri tekið fram hver lág marksmenntun í helstu kjarnagrein um lögfræðinnar ætti að vera og þótti sumum líklegt að lágmarkskröfur um gæði kennslu og náms myndu minnka með auknu framboði skóla. Þá um haustið var lágmarkseinkunn við lagadeild Háskóla Íslands lækkuð úr sjö í sex í almennu lögfræðinni á fyrsta ári til samræmis við lágmarkseinkunnir í öðrum fögum. Reynsla er nú komin á hina nýju skipan laganáms á Íslandi. Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Þórður S. Gunnarsson, forseti laga deildar Háskólans í Reykjavík, Bryndís Hlöðvers­ dóttir, forseti laga deildar Háskólans á Bifröst og Sigurður Kristinsson, forseti hug­ og félags vísindasviðs Háskólans á Akureyri svöruðu þremur spurningum Lög manna blaðsins um laganámið. Umfjöllun Laganám í kastljósinu Frá árinu 2003 hefur lögfræði verið kennd í fjórum háskólum á Íslandi. Fjöldi laganema hefur þrefaldast á þessum tíma en nú er svo komið að rúmlega 1500 manns stunda nám í lögfræði. Árið 2009 útskrifuðust 157 með ba/bS gráðu í lögfræði og 143 með meistaragráðu. Hafa kröfur til laganema minnkað og hverjir eru kostir og gallar samkeppni í laganámi? Vinsældir námskeiðs til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda hafa að sama skapi aukist gríðarlega og ef fram heldur sem horfir verða félagar LmFÍ nálægt 1000 þegar það heldur upp á aldarafmæli sitt 11. desember 2011 en voru 650 á 90 ára afmælinu árið 2001. 50% fleiri karlar en konur hafa sótt hdl.-námskeið undanfarin fimm ár en á sama tíma hafa 15% fleiri konur en karlar útskrifast með meistaragráðu úr háskólunum. Í könnun Lögmannablaðsins í september sl. kemur fram að framhaldsnám lögmanna skilar sér í betri stöðum og skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um skylduendurmenntun. Lögmannablaðið veltir fyrir sér laganámi frá ýmsum hliðum. Grunnnám í lögfræði Innritaðir í BA/BS nám í lögfræði haustið 2009 Útskrifaðir með BA eða BS gráðu í lögfræði 2005-2009 Útskrifaðir með BA eða BS gráðu í lögfræði 2009 Háskóli Íslands 659 337 66 Háskólinn í Reykjavík 228 266 55 Háskólinn á Bifröst 140 206 22 Háskólinn á Akureyri 70 58 14 Samtals 1097 867 157 Meistaranám í lögfræði Innritaðir í MA/ML/ cand.jur/mag.jur nám haustið 2009 Útskrifaðir með meistaragráðu í lögfræði 2005-2009 Útskrifaðir með meistaragráðu í lögfræði 2009 Háskóli Íslands 196 268 76 Háskólinn í Reykjavík 170 139 46 Háskólinn á Bifröst 60 45 15 Háskólinn á Akureyri 31 16 6 Samtals 457 468 143

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.